Hafnargellurnar

Friday, October 28, 2005

Ég vil, ég get ...ég get ekki!!

Halló,
Í gær fimmtudaginn 28. október fórum við köben gellurnar saman út að borða á Oliver og í stuttu máli sagt var það alveg rosa gott og gaman :) Takk fyrir þetta stelpur! ...en allavegana við fórum að tala um megrun og það að koma sér í form. Ég vaknaði svo í morgun alveg gallhörð á því að núna myndi mér takast það að breyta um lífstíl og borða bara hollan mat ... dagurinn byrjaði vel og var ég rosa kát... en núna er klukkan 19.30 og ég er komin með hraunkassa við hliðiná mér !!!! gott Ragga þetta er rosalegur agi! ... ætla núna að loka kassanum eða rétta pabba hann, þá verður hann pottþétt búinn fljótlega... enn hvað ég er vond heheh :)

En sjáumst og heyrumst síðar!
Ragga

2 Comments:

At 2:51 AM, October 29, 2005, Blogger Hildur said...

Þú getur þetta! Þú hefur sýnt það! Þetta snýst einmitt um val; þú ætlar að fá þér 3 hraunbita - og ekki meir. Frekar að fá þér 3 en ekki neinn og frekar 3 en 10. Ég hugsa um kaloríur eins og peninga, í hvað VIL ÉG eyða þeim?

Love you! Þú ert svo sæt og fín, þarft nú varla að hafa miklar áhyggjur elskan mín.... annað en sumir :Þ

 
At 10:11 AM, October 29, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

já þú ert nú alveg gott dæmi um einhvern sem "getur". kíloin hafa alveg lekið af þér s.l ár! :) En það er sniðugt að gefa pabba sínum bara hraunið, þá festist það ekki á mans "eigins" rassi. en þú hefðir nú getað fengið þér 3 einsog Hildur segir ;) þú þarft nú ekki að hafa áhyggjur.

En talandi um megrun.

Ég datt í það í pizzu, súkkulaði, lakkrís og alles í gær.. mm það var nú dáldið gott..

en hollustan tók bara við í dag ;)

kv

Þorbjörg

 

Post a Comment

<< Home