Hafnargellurnar

Tuesday, October 25, 2005

Í kjólinn fyrir jólinn!!!!!!!

Jæja skvísur!!! það eru bara tvær vikur og þrír dagar í Kúbenhagen!! VÍÍÍÍ.....Ég er sko alveg farin að sjá okkur fyrir mér í dekrinu og alveg að drukkna í innkaupapokum á Strikinu og sitjandi á einhverjum góðum matsölustað með rauðvín í annarri! ;)ohhh ÆÐI!!
Er það ekki örugglega á hreinu að við förum út 11.nóv á föstudagsmorgninum???
Já og Hildur mín ertu búnað panta dekrið??
Á morgun kl: 19.00 ætla ég að mæta á kynningarfund hjá Danska kúrnum....virkar víst þrusuvel þessi kúr!! vill einhver koma með?? Svo maður muni nú komst í nýju fötin sko og jólakjólinn.
En annars allt gott að frétta, ennþá að bíða eftir gardínunum mínum!! arrrggg
Orðin dolítið mikið þreytt á hangandi pappa og teppum í gluggunum, annsi lekkó! Erum svo að fara að skrifa undir loka afsalið á morgun, en kall greiið mun ekki fá alla milluna sína þar sem eldhúsið er ekki eins og það á að vera...ég vil sko koma elsku vinkonu minni fyrir í gatið sitt (uppþvottavélinni) :)
En jæja skvísur písur hafði það gott í dag í þessum vibba kulda!
Kveðja Sonjan hin grimma

1 Comments:

At 7:47 AM, October 26, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

já á að skella sér í þann danska! ég hef heyrt tröllasögur um þennan en líka slæmar sögur.. það er bara málið að hreyfa sig meira og borða minna og hollara ;) er það ekki eina leiðin sem virkar ;)

en við sjáumst sprækar á oliver annað kveld!

 

Post a Comment

<< Home