Hafnargellurnar

Thursday, October 13, 2005

Önnur tilraun

Sælar skvísur!! Ég og Ragga eigum greinilega við sama sindrúm að stríða!! Ég var búnað skrifa þessu fínu "ritgerð" og átti bara eftir að ýta á save takkann....haldiði ekki að mín reki sig í einhver helv..takka og allt horfið!!! Djöf....var ég fúl marr!! Þurfti nú alveg 2 daga til að jafna mig til að skrifa nýtt :( En já vá það er bara alveg að koma að þessari langþráðu ferð! Hálft ár var bara í gær. Ég er sko alveg tilbúin með ferðatöskurnar (gekk reyndar ekkert frá þeim eftir New York sko). Þetta verður heljarinnar stuð, versla jólagjafir, vetrarföt borða góðann mat, dekur og já fyrir Röggu kanna "danska markaðinn". Við komumst allavegana að því í seinustu ferð að hann er bara annsi góður!!! ;)
Ég er sko alveg til í að fara í einhverskonar nudd og andlitsbað, en mér líst betur á föstudaginn, verðum við ekki bara þreyttar og lufsó ef við förum á laugardeginum??
En í sambandi við laugardaginn næsta, þá erum við sko alveg til í e-ð, borða saman og kannski tjútt (er reyndar ennþá svo bullandi kvefuð og hás að ég þyrfti bara að vera róleg í tjúttinu og reyna að ná því úr mér) en það er bara fimmtudagur!!
Kannski ég geri bara það sama og Recý, taka svartann plastpoka og hendi gömlu lörfunum úr fataskápnum svo NY fötin verði betur sýnileg og komandi nýju DK fötin. Þá kannski gengur betur að sannfæra kallinn að ég "verði" að versla mér föt úti, vanti hitt og þetta......hehehehe ;)
Þangað til næst......
Sonja hin dularfulla!

1 Comments:

At 1:35 PM, October 13, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

heheheh Redcý hvað hef nú ekki heyrt það leeengi, en er eiginlega sammála sonju hvort við verðum ekki orðnar hálf lufsulegar eftir dekur á laugardeginum fyri djamm en og þó mig langar að djamma líka á föstudeginum :) þannig að ... uss við verðum að tjútta ærlega við sofum bara þegar við komum heim og svo byrja próf í vikunni á eftir úff ... en vá! ég er farin að hlakka svo geðveikt til :)
heyrumst
Redcja Skredja!

 

Post a Comment

<< Home