Panta dekur í Köben.
Ég er búin að finna snyrtistofu í Kaupmannahöfn sem býður upp á alls kyns þjónustu m.a. handsnyrtingu, fótsnyrtingu, vax, nudd, andlitsbað, litun og plokkun. Þið getið lesið meira um þjónustuna hér. Það væri gott að fara að panta fljótlega. Dagarnir sem koma til greina eru: fimmtudagurinn (sem við komum út), föstudagurinn eða laugardagurinn. Endilega commentið um hvaða dag þið viljið fara og hvers konar þjónustu þið mynduð vilja. Verðin getið þið reiknað hér.

Jæja stelpur, nú vil ég að þið skoðið síðu snyrtistofunnar og skrifið í commentakerfið hvaða þjónustu þið ætlið að fá! Ég stefi að því að vera búin að panta þetta á mánudaginn 24. október n.k.
Bestu kveðjur - Hildur (sem er skipulagsóð!)

9 Comments:
Úúúú... þetta verður rosa gaman hjá ykkur ;) Verslað, dekrað og drukkið... gæti ekki orðið betra hehehe ;)
Ætli þeir bjóði upp á nudd í heimsendingaþjónustu á þessari snyrtistofu?
;o)....
Síja, Katla
Þú verður bara að koma og hitta okkur skvísa! Það væri nú rosa gaman :o) kv. Hildur
Já Katla girl.. þú verður að koma og taka hitting með okkur.. þetta verður dúndur stuðferð ;)
Ég ætla að panta mér nudd sem er lýst svona; Back attack(Hele bagsiden inkl. ben)Denne massage behandler hele bagsiden af kroppen.... "back, bottom and legs!!!" og kostar 4.131 kr ísl. Þar hafið þið það :o) kv. Hilla.
Sælar skvísur, mér líst vel á nuddið, án alls gríns :)en bíddu bíddu erum við ekki að fara út á föstudagmorguninn 11 nóv??? þannig að fimmtudagurinn er ekkert í boði, er þetta ekki rétt hjá mér ?
Ragga
...og katla þú verður að koma og hitta okkur :) það yrði geðveikt að fá þig :)
Ragga
jú við förum út þann 11. held það sé föstudagur.. við erum alveg kolruglaðar í þessu.. vhúhú.. það styttist óðum.. ef ég er að telja rétt þá er þetta eftir akkúrat 3 vikur!!
kv Þorbjörg Ingalinga
Ok, Hildur og Ragga ætla í 60 mín nudd, en hvað með ykkur hinar?
kv.Hilla
Hæ skvísur!! Jú ég er á lífi...held það allavegana;) Heyrðu Hilla mín ég væri sko rosalega til í sama nuddið og þú, líst rosa vel á það...liggja bara í klukkatíma og láta nudda sig!! GEGGJAÐ!!! kveðja Sonjan
Post a Comment
<< Home