Hafnargellurnar

Thursday, October 13, 2005

sko! komið pláss fyrir nýju fötin :D

Sælar, uss ég vaknaði í morgun með hita og ógeð :( þar sem ég lá upp í rúmi og vorkenndi mér fór ég að hugsa um hvað ég ætti nú eiginlega að versla í Köben og annað hvar ætti ég að koma því fyrir í þessu grafhýsi mínu. Ég ákvað því að fara framúr og kíkja inn í skápana mína... uss ástandið þar var ekki gott! Ég ákvað því að ná í ruslapoka og henda í hann fötum sem ég hef ekki notað í ár ...og tja! ég náði að fylla heilan poka þannig að núna er komið pláss fyrir nýju fötin :)...og þá viti þið það ...

en hvað segi þið er það ekki nett partý hittingur hjá Þorbjörgu um helgina?

Kv. Ragga

2 Comments:

At 9:45 AM, October 13, 2005, Blogger Hildur said...

Elsku Ragga - ertu lasin? Láttu þér batna, ég sendi þér strauma.

Ohh, það er alltaf gott að taka til í fataskápnum hjá manni, þ.e.a.s. eftir á... ennnn.... þú mátt alls ekki henda þessum fötum!! Þú verður að gefa þau til Rauða krossins af því að hann er seldur beint til útlanda og ágóðinn rennur í Hjálparsjóð Rauða krossins af því að hann er flokkaður og gefinn þurfandi hér á landi, hann er flokkaður og gefinn þurfandi erlendis. Hann er flokkaður og seldur í Rauða kross búðinni L12 að Laugavegi 12. Er það ekki alveg á hreinu?

kv. Hildur

 
At 1:28 PM, October 13, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

Sælar að sjálfsögðu fer ég með þau í góða hirðinn datt ekki annað í hug :D ...enn hvað þú ert mikil mús :)
Ragga

 

Post a Comment

<< Home