Hafnargellurnar

Monday, October 10, 2005

Það styttist óðum í brottför!

Jæja stelpur mínar,

nú hef ég sett um bloggsíðu hér fyrir okkur þar sem við getum spjallað saman um Kaupmannahafnarferðina okkar góðu sem við leggjum af stað í eftir 5 vikur.

Við höfum allar aðgang að síðunni og vonandi verða allar virkar í því að skrifa!

Ég setti inn nokkra tengla fyrir okkur sem ættu að geta hitað okkur upp fyrir ferðina.

Fróðleiksmoli vikunnar er þessi:

Opnunartími verslana
Mán. til fim. frá kl. 9.00/10.00 - 17.30/18.00.
Á fös. til kl. 19.00 eða 20.00.

Á lau. er opið frá kl. 9.00/10.00-12.00/13.00 (stóru vöruhúsin til 14:00)
Fyrsta laugardag í mánuði er opið til kl. 17.00. Í miðborg Kaupmannahafnar eru flestar verslanir opnar til kl. 17.00 alla laugardaga í júní, júlí og ágúst. Stóru vöruhúsin eru gjarnan opin til kl. 19.00 mán. og fim. Ný verslunarmiðstöð „Fisketorvet“ opin frá kl.10.00-20.00 og 10.00-17.00 á laugardögum.

Tax Free
Íslendingar geta fengið 19% endurgreidd af andvirði vöru að frádreginni 1-5% þóknun. Endurgreiðsla er bundin því skilyrði að verslað sé að lágmarki fyrir 300 DKR í sömu verslun. Afgreiðslufólk í verslunum fyllir út tilheyrandi tékka sem verður að láta stimpla hjá tollvörðum þegar haldið er úr landi. Eftir að komið er inn á fríhafnarsvæðið á Kastrup má skipta tékkanum á "Cash refund" skrifstofunni.

Almennir frídagar
Skírdagur, föstudagurinn langi, páskadagur og annar í páskum, stóri bænadagur, uppstigningardagur, hvítasunnudagur,annar í hvítasunnu. Þjóðhátíðardagurinn 5. júní. Aðfangadagur jóla, jóladagur, annar í jólum, gamlársdagur og nýársdagur.

Flugvöllur
Kaupmannahafnarflugvöllur er á Amager, um 12 km suð-vestan við miðborgina.
Tíðar lestar- og rútuferðir eru milli flugvallarins og aðalbrautarstöðvarinnar rétt við Ráðhústorgið. Verð með lest er u.þ.b. 23 DKR.

Leigubíl.
Þangað er um 15-20 mín. akstur. Verð með leigubíl er u.þ.b. 280-350 DKR.

Bestu kveðjur og verið nú duglegar að skrifa stelpur mínar!

Ykkar - Hildur.

4 Comments:

At 6:05 AM, October 10, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

Og verið svo duglegar að commenta!

kv. Hildur

 
At 6:30 AM, October 10, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

Til að commenta notið þið bara sama ,username og password" og ég gef ykkur upp í tölvupósinum.

 
At 8:23 AM, October 10, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

sælar stúlkur, uss mér finnst nú að fyrsta verkefnið okkar ætti að vera að koma með nýja mynda af okkur inn á þessa síðu, uss þessi er hræðileg, ekki móðgast en common það er satt ;)

kv. Þjálfarinn

 
At 8:55 AM, October 10, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

Guð hvað ég er hjartanlega sammála þér Ragga mín - mér finnst hún HRÆÐILEG!! Hér með óska ég eftir myndum af okkur. Vinsamlega sendið á hilgudjo@khi.is og ég set þær STRAX inn. Þetta var bara eina myndin sem hún Þorbjörg okkar átti af okkur öllum saman...

kv. Hildur

 

Post a Comment

<< Home