Sunnu-tunnudagur!!

Sælar skvísis, uss þá er upprunninn enn einn sunnudagurinn og er hann ekkert öðruvísi en sunnudagurinn þar á undan eða þar á undan!... neinei maður vaknar, athugar hvort maður sé ekki örugglega í sínu eigin rúmi tjékk! er nokkur við hliðiná manni sem ætti ekki að vera þar tjékk! get ég staðið upp án þess að detta aftur og án þess að gólfið hreyfist tjékk! Að þessu loknu er að athuga með stöðuna á kortinu og skoða símann, næst draga upp gardínuna, horfa á esjuna og reyna að púsla saman hvað fór fram kvöldið áður ... svona ykkur að segja þá var bærinn troðinn af fólki í gær :) ... slúður ... humm arndís vinkona er að deita strák, ég hitti vin hans Sölva, einhver sem var í júrópartýinu, og djókaði eitthvað í honum, hitti heiðar! arrg!! og hann var með einhverja gellu á arminum ... og hitti strák sem ég gleymdi að fá númerið hjá, en það er svo sem ekkert nýtt. Verð að fara að æfa mig í þessum HV- spurningum, hvað heitiru og hvað ertu gamall? er alltaf að klikka á þessu!! En allavega þegar ég var að púsla mér saman í morgun þá fór ég að hugsa um köben og fannst mér komin tími til þess að ákveða í hverju ég ætla að vera í flugvélinni heheh ;) maður verður að hafa allt á hreinu... en nú hætti ég þessu bulli...
ætlum við ekki að hittast á fimmtudaginn og fá okku í gogginn?? það hefur ekkert heyrst í Sonju, ert þú ekki til?
Þanga til næst!
Ragga

8 Comments:
æææ þessi mynd átti nú ekki að vera svona stór!! ég þarf eitthvað að æfa tæknina á þessu dóti...
Ragga
sælar elskurnar.. ég er til í hitting á fimmtud.kveldið.. hentar mér mjög vel..
já þessir sunnudagar eru alltaf eins.. svona blanda af mjög vægu þugnlyndi, sjarma og verkefnum ;)
síju
Þorbjörg
Skemmtilegt að lesa svona sunnudagsfærslu hjá þér Ragga mín, þú klikkar sko ekki á djamminu! Já ég hlakka voða mikið til að hitta ykkur á fimmtudagskvöldið - hvert eigum við að fara að borða?
Brjálæðislega flott mynd af þér Ragga mín, þú ert MEGABEIB!
Ég er einmitt farin að hugsa um í hvaða skóm ég eigi að vera í flugvélinni, hvaða fötum, hvort ég eigi ekki að fara í klippingu rétt áður en við förum út og svo framvegis :)
kv. Hildur
Helló skvísur písur!! Já svaka gaman að lesa svona sunnudagsfíling hjá þér Ragga min....bara svo ótrúlega langt síðan þetta var svona hjá manni...maður fær bara flash backið við það;) Við reddum sko bara þessu kalla leysi þínu í DK tökum einn með heim í fartöskunni!...er þaggi? OHHHH stelpur það fer sko alveg að líða að þessari ferð okkar!! Djöf..hlakka ég til!!! Ég er sko fyrir löngu búnað panta mér tíma í klippingu og litun helgina áður en við förum....ætla sko ekki að vera lufsa með krullur og rót! En ég á hins vegar eftir að velja e-ð að ofan till að vera í, en skórnir og buxurnar eru komnar á hreint (allavegana eins og staðan er i dag). Hlakka til að sjá ykkur a fimmtudag pæjur!
Nýji ökuþórinn ;)
En Sonja mín, þú minnist ekkert á fimmtudagssnæðinginn okkar! Þú sendir Snorra bara í ,,tækjaheimsókn" til Adda og þeir leika sér á meðan ;)
kv. Hilla
Frábært, þá er þetta bara ákveðið, við erum allar til í að hittast ;) mér líst vel á Oliver klukkan 19.30 en þið? ...spurning hvort það þurfi að panta borð, ég ætlaði um daginn með Pálínu út að borða og það var alstaðar fullt, hvað haldið þið ?
kv.piparjúnkan! heheh ;)
Búin að panta borð fyrir 4, reyklaust, á Oliver kl. 19:30 - fimmtudagskvöldið 27. október n.k.
SJÁUMST!! :þ
KV. Hildur
Ok frábært...líst vel á Oliver! Ragga mín langar þér að pikka mig upp í leiðinni?? svo við þurfum ekki að fara á mörgum bílum??:) Hlakka til að sjá ykkur skvísur!!!
Post a Comment
<< Home