Drög að skipulagningu.....
Föstudagurinn 11. nóvember.
Brottför frá BSÍ kl. 04:45 og kostar rútuferðin 1.150 kr á mann.
Vélin okkar fer í loftið kl.07:30 og lendir kl.11:40 í Kaupmannahöfn.
Förum með leigubíl af flugstöð og að hóteli.
Komum okkur fyrir á hótel Nebo.
Förum í verslunarmiðstöðina Fisketorvet og kíkjum í búðir.
Förum í nudd hjá Beauty Avenue
Komum aftur á hótelið, smá afslöppun, sturta og makeup.
Út að borða á Rosie Mcgee sem er beint á móti Tivoli. Það er töff veitingastaður sem breytist svo í næturklúbb á kvöldin.
Laugardagurinn 12.nóvember.
Förum í morgunverðarhlaðborð á hótel Nebo.
Rölltum niður Strikið og skoðum Kaupmannahöfn.
Förum í siglingu um Nyhavn.
Förum fínt út að borða. (veitingastaður enn óákveðinn, Sonja ætlaði að tala við eh)
Djamm fram á rauða nótt.
Sunnudagurinn 13. nóvember.
Förum í morgunverðarhlaðborð á hótel Nebo.
Hvíld og afslöppun.
Jafnvel að kíkja í stóra mollið á Amager sem nefnist Fields og er opið 10-17 á sunnudögum.
Förum í jólativoli.
Borðum saman. t.d. á Hard Rock Mama Rosa eða einhverjum öðrum skemmtilegum stað.
Kvöldið óákveðið.
Mánudagurinn 14. nóvember.
Förum í morgunverðarhlaðborð á hótel Nebo.
Förum í búðir. T.d. aftur í Fisketorvet, niður Strikið, söfn og bara það sem okkur dettur í hug.
Út að borða um kvöldið og fleira skemmtilegt.
Þriðjudagurinn 15. nóvember.
Förum í morgunverðarhlaðborð á hótel Nebo.
Brottför undirbúin.
Förum um tíuleitið með leigubíl frá hótelinu uppá flugvöll.
Flugvélin okkar fer í loftið kl.12.25 frá Kaupmannaköfn og við lendum í Keflavík kl.14.45.
STELPUR! NÚ ER KOMIÐ AÐ YKKUR AÐ BÆTA INN Í SKIPULAGIÐ, LEIÐRÉTTA, KOMA MEÐ ATHUGASEMDIR OG FLEIRA Í COMMENTAKERFINU! ÞETTA ER ALLS EKKI HEILAGT ;O)
smellið á nöfnin á stöðunum til að sjá nánari upplýsingar.
Það væri rosa gaman ef við myndum finna góðan stað til að borða á laugardagskvölinu og panta okkur borð til öryggis - ég læt ykkur um það ;)
kv. Hildur (skipulagsóða)

10 Comments:
Þetta er fínasta skipulag nema hvað að við verðum e.t.v úrvinda af þreytu þegar við komum út, þið vitið þessi morgunflug er dáldið töff;) kannski of erfitt að farað versla.. sjáum bara til. Gerum allt sem okkur langar í heiminum
kv Ingalinga
FLott skipulag :) ..ekkert gert ráð fyrir þynnku, mér líst vel á það er nebla í góðu formi hvað það varðar heheh :)
... varðandi morgunflugið þá er um að gera að fara bara snemma að sofa á miðvikudeginum,(drekka kamillute!) og svo hrjótum við bara í vélinni og í nuddinu :)
á laugardeginum þegar við förum í siglingu í Nyhafn er tilvalið að kíkja á Outlett markað sem á að vera það rétt hjá, skilst að þar sé Levis, Noa Noa og fleiri flott merki á ódýru verði
Bestu kveðjur Ragga
Sælar, ...humm ég er eitthvað að renna á rassinn með það að fara í þetta nudd :( hef nebbla aldrei farið í svoleiðis áður og hef heyrt að ef maður er ,,óreyndur,, þá getur maður fengið mikinn höfuðverk og þurft að leggja sig eftir á sem ég er nú ekki mikið spennt fyrir því mig langar mun meira að djamma um kvöldið en að sofa :) ... yrðu þið mjög fúlar ef ég sleppti þessu og dundaði mér bara í íþróttabúðum á meðan þið létuð nudda ykkur :)...ég er algjör kjúkklingur ég veit :(
kv. Ragga
já það gerir bara hver og einn það sem hann vill.. en ég fór einusinni í nudd og það var mjög vont en mér leið vel á eftir.. eða það var svona gottvont:) ég gargaði pínu. . svo er líka hægt að fara í andlistbað eða eitthvað. Margt hægt að láta dúlla við sig..
Inga
Ohhh já ég er líka að renna á rassinn með nuddið ;/ Það er í fyrsta lagi ótrúlega erfitt að fá svör frá snyrtistofunni og síðan er spurnig hvort að maður vilji ekki eyða peningunum í eitthvað annað? Mér er eitthvað illa við að láta einhvern dana nudda á me´r rassinn! :O Hvað segið þið hinar? Það er spurnig hvort að R & H tjilli ekki í búðum á meðan S & H láti nudda sig?
kv. H
Ég meinti ,,Það er spurnig hvort að R & H tjilli ekki í búðum á meðan S & Þ láti nudda sig?
Þetta er mjög flott skipulag Hildur mín;) Ég er að bíða eftir svari með matsölustaði.
En stelpur það er VIKA í ferðina!!!.....
Í sambandi við dekrið og það þá er mér alveg sama þó við hættum við þetta og gerum e-ð annað við peninginn, fyrst við erum ekki allar til í það og erfitt að fá svör frá stofunni.
En tími þið H & Þ að borga í rútuna út á völl?? Snorri getur alveg skutlað einhverjum hluta af okkur.
Kv Sonjilíus
Jæja stúlkur mínar.. vika í vitleysuna!:) æði.. en eigum við þá ekki bara að sleppa nuddinu, við getum gert bara eitthvað annað í staðinn:) .. en hvað segiði.. eruði að renna á rassinn með rútuna líka.. hvurslags er þetta eiginlega! Sölvi getur e.t.v keyrt okkur Hildur, hann er í fríi en það er kannski bara betra að fara í rútunni.. við sjáum bara til..
er semsagt ekki frítt í fyrstu rútu lengur?
kv ingan
Ég veit ekki meir en það sem hildur sagði, að það kostaði 1100kr í rútuna ...það eru alveg 3-4 bjórar heheh ;)Hugsa að það sé ódýrara að plata Snorra og SÖlva til að skutla okkur, bensín báðar leiðir er ekki nema um 500 -700 kr ...hvað finnst ykkur?
Ragga Sparigrís!
Hæhæ stúlkukindur!
Nei það er ekki frítt í rútuna lengur, það var sumartilboð samkv. starfsmanni flugrútunnar. Auðvitað er æðislegt ef einhver getur skutlað okkur og auðvitað myndi ég þá borga í bensín! Þið verðið þá að díla við strákana ykkar, því ég vil ekki vekja Brynjar svona snemma til að láta Adda skutla mér :)
Annað; elsku stelpur, ekki taka of mikinn farangur! Við komumst meira að segja í einn bíl ef við erum nettar á farangrinum. Við verðum þarna í 4 daga og eigum strax á föstudeginum eftir að kaupa okkur einhver föt. Við getum þá tekið með okkur nettar töskur á leið út og jafvel hent annarri tösku ofan í hina til að koma öllu því sem við verslum úti heim!
Hvað segið þið?
k.v. H
Post a Comment
<< Home