Ein að springa úr hamingju!!
Hæhæ skvísulíngar.
Ég verð nú bara að deila því með ykkur að í gærkvöldi bauð Snorri mér "sörpræs" út að borða á Argentínu og þar fengum við okkur ofboðslega gott að borða. Ég hélt hann væri bara bjóða mér þangað því það var allt upppantað á afmælinu mínu þar...en nei það lá meira undir!!!
Þegar við vorum búin að borða aðalréttinn þá bað hann mig að loka aðeins augunum og spurði mig hvort ég elskaði hann og ég ég sagðist auðvitað elska hann. Þá kom þessi yndislega spurning: Viltu giftast mér?? ég fór bara að gráta þegar ég opnaði augun því fyrir framan mig á borðinu stóð askja með tveimur hringum í!!!!
Táraflóðið hélt áfram!! og málningin endaði í servíettunni....Fólkið sem sat á borðunum í kring var svo forvitið að það var alltaf að gjóa augunum að okkur.
Við fengum svo í boði kokksins eftirétt og kampavín.
Snorri hafði nebbla látið þau vita að þetta stæði til og ég skildi aldrei af hverju þjónustu fólkið var alltaf að labba framhjá okkur og horfði svo á mig og brosti???.....:D
Við enduðum svo kvöldið hjá mömmu og pabba til að segja þeim frá þessu með hvítvíni.
Svo girls ég mín er bara loksins trúlofuð :) :) :) :)
Kveðja
Hin hamingjusama :D

7 Comments:
vá´vá vá.. æðislegt.. til hamingju elskurnar mínar!!!:)
Elsku Sonja og Snorri! Innilega til hamingju með þennan merka áfanga í lífi ykkar. Við samgleðjumst innilega! Kossar og knús Hildur og Addi :o)
Úúúúú :) Þetta eru æðislegar fréttir :) TIL HAMINGJU bæði tvö :o) :o) :o)
Ég sendi ykkur báðum mínar innilegustu hamingjuóskir :)
Flottur á þessu Snorri :) hehehe
xoxoxox, Katla
Nú bara bíð ég eftir boðskorti :) hehehe ;D
Inga átti þessi fyrstu skilaboð,maður gleymir að setja nafnið undir.. en jájá.. nú bíðum við allar spenntar eftir boðskortinu ;) við verðum að farað æfa eitthvað brúðkaupsatriði ;) haha
hafið það gott með nýju hringana..;)
kv Inga
Enn gaman! :D Innilega til hamingju með þennan merka áfánga :)
Bestu kveðjur
Ragga
Takk takk eskurnar mínar. Ég held þið verðið þá að bíða lengi eftir boðskortinu því ég held það veðri nú kannski ekki alveg á næstunni brúðkaupið :) Mér finnst að Hildur ætti nú að vera þá á undan því hún er búnað vera trúlofuð í þrjú ár;)
En annars þetta gerist bara þegar það gerist og fólk hefur efni á.
Bæjó Sonja
Post a Comment
<< Home