Hafnargellurnar

Tuesday, November 22, 2005

Er ekki stemmari fyrir Sálar balli ???

Hi Skvísulíus hvað syngur þá í ykkur? ... ég var aðeins að fikta og breytti litnum á síðunni hvernig sem ég fór nú að því!! En hvað segi þið eigum ekki að halda áfram með þessa síðu þótt ferðin sé búin ? ...bara breyta nafninu í eitthvað annað ....

... en ég ætlaði nú ekki að tala um þetta... miðvikudaginn 21. des er jólaball háskólanna haldið á Brodway og verður það SÁLIN sem mun koma til með að halda manni á dansgólfinu Raise The Roof
Væru þið til í að mynda hópferð á þetta ball???? það kostar 18000 í forsölu en 2200 við dyrnar ... koma svo! það er ekkert betra en að lyfta sér aðeins upp fyrir allt jólaátið Teethy

Látið heyra í ykkur!
kveðja Ragga Too Happy 2

15 Comments:

At 1:10 AM, November 22, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

Hæ ég var svo að skoða heimasíðu nasa ... Sálin verður að spila þar 3. des :) og svo eru geðveikir tónleikar 15. des með Trapant, Hjálmum og Muggison!!! vá! ég ætla sko ekki að missa af þeim ;)
kv. Ragga

 
At 8:11 AM, November 22, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

Hæhæ.....ég vona Ragga mín að það kosti 1800 en ekki 18000 í forsölu;) En það má alveg athuga málið með 21.des sko ;)
En 3. des er ég að fara á Sálarballið með vinnunni svo ég verð pottþétt á staðnum!! en þið???
Jú ég er sko alveg til í að halda þessari síðu áfram og þá bara finna e-ð briljant nafn á hana.
Heyrumst gellos
Sonja

 
At 8:20 AM, November 22, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

Ragga mín þú hefur dílítað öllum linkunum á hinar blogg síðurnar og fleira út í öllum breitingunum!! Sem eru barasta fínar sko ;) (breytingarnar)
Þar sem ég kann ekkert á þetta þá kannski væriru til í að laga þetta aftur:)
Kv. Frekjan ;) hehe

 
At 3:04 PM, November 22, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

Hæ, jú Sonja að sjálfsögðu er það 1800!! heheh ég er alveg rugluð í þessum núllum enn þá eftir Köben :S

ohh æ hvað mér þykir það leitt að hafa hent út öllum linkunum :( ég kann sjálf ekkert á þetta en náði nú samt að setja ykkar linka aftur inn..ég skal svo reyna seinna þegar ég hef meiri tíma að setja restina inn... sorry þetta var alveg óvart :(

kv. Ragga

 
At 4:04 PM, November 22, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

jæja Ragga mín.. bara búin að rústa síðunni okkar ;) en við látum Hildi í málið, hún kann að bæta linkunum inn aftur, þetta er einsog hennar blogg.. en með þetta sálarball.. tja..ég veit nú ekki! menntaskólafýlingur dauðans þarna inni.. en djö væri ég til í þessa tónleika 15. des. en ég er að fara í próf 16 des!!! GLAAAATAÐ, þetta verða snilldar tónleikar. :/

ég er alveg til í tjútt og trall þennan umtalaða dag (21. des) en er sálarball á Brodway ekki alveg grillað.. Þetta væri strax betra ef það væri á einhverjum öðrum stað í HEIMINUM!

kv Ingaló

 
At 12:36 AM, November 23, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

Ég skil þig Þorbjörg, ég var reyndar búin að hugsa út í þetta flashback sem við myndum upplifa, fór þangað um daginn á fótboltauppskeruhátíðina og það var rosalegt hehe!! ...en það er sálarball á NASA 3. des. Ég er að hugsa um að vera róleg komandi helgi og dugleg að læra og skella mér svo 3. des á ægilegt djamm :D .. kæmustið þá Þorbjörg og Hildur?

... já Þorbjörg ég fer ein ef enginn kemst með mér á þessa tónleika, hugsa að þeir verði geðveikt góðir :D ...

kv. Ragga

 
At 1:09 AM, November 23, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

...djö! nörd er ég :D ég er að ná að laga eitthvað af því sem ég tók út, sko mína! ;-)
... en hérna kunnið þið að gera svona haus á þessa síðu með myndum af okkur?, mig langar að ná því :D

...en jæja nú er ég farin að læra og svo til tannlæknis :( æææ!

kv. Ragga

 
At 2:23 AM, November 23, 2005, Blogger Hildur said...

Sælar stúlkur. Je dúdda mía! Ég kann alveg að setja síðuna upp aftur, en það tekur mig u.þ.b. 2-3 tíma að vesenast í því og tími er það eina sem ég hef ekki núna!

Varðandi djamm þá er ég alveg ekki að fara að djamma fyrr en eftir 16. des, ég held að það sé alveg pottþétt. Ef ég ætla að ná mínum 8 fögum þá verð ég bara að vera það ströng við sjálfa mig!

kv. Hildur

 
At 2:56 AM, November 23, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

Jæja, ég sá að Ragga var nú búin að setja inn nýja tengla undir ,,mikilvægar síður" og ,,skemmtilegar síður" þannig að það er komið inn. Ég færði það á réttan stað og breytti hausnum. Hvað viljið þið annars hafa þar?

En Köbenlinkarnir og þeir linkar sem ég setti inn eru allir farnir, það verður bara að hafa það.

Ef breytt er um lúkk dettur allt út, þannig að við skulum þá bara halda okkur við þetta bláa sem er núna....

kv. Hildur ;o)

 
At 5:31 AM, November 23, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

Hvaða snillingur setti einhvern hjúkkubekk inná bloggið okkar (sem tengil).. bara benda viðkomandi á að þetta er ekki minn hjúkkubekkur ;) hehehe.. svo vinsamlegast taktu kvikindið út;)

en ég er að komast í DJAMMSTUÐ á þessu djammtali hér.. en á maður ekki að vera duglegur til 16. des og gera þá eitthvað MASSAÐ..

p.s ég er búin að föndra eina jólakúlu.! og aðventukransinn kemur fljótlega í hús..


kv Flóin

 
At 7:18 AM, November 23, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

hvaða hvaða, ég setti hjúkkurnar inn, ég náði bara í hann á heimasíðunni þinni og fannst voða sniðugt að hafa þær þarna heheh en ok ég tek þær út :)
... uss ég get ekki verið róleg til 16.des !!! við erum þá að tala um einhvern mánuð!! ég tjútta þá allavegana eitthvað í millitíðinni og svo bara aftur þegar þig hafið tíma ;)

kv. Ragga

 
At 2:52 PM, November 23, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

Nei.. sko Ragga mín.. þetta er addressan að bekknum mínum: http://blog.central.is/hjukkur

það sem þú settir inn var einhver annar hjúkkubekkur. En þetta þarf ekkert að vera hérna inni.. :P

ennn það getur vel verið að maður taki smá snúning fyrir 16. des.. hvur veit ;) svona nettléttan snúning.. :)

kv. Flóin..

 
At 2:55 PM, November 23, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

p.s.. Ragga mín..hvað segirðu um að endurskoða nafnið á síðunni.. mér finnst eitthvað plebbalegt við þetta skyttu-nafn.. hehehehehehe.. nei æji kannski ekki plebbalegt en samt.. pínu plebbalegt.. ;) hvað með.. "Hafnargellur".. við erum jú alltaf hafnargellur.. Elskum kaupmanna-höfn ;)

fleiri uppástungur.. ??

kv.. flóin sem hló og hló þar til hún dó!

 
At 4:34 AM, November 24, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

hæhæ skvísur.
Já ég er alveg sammála Inguló um skyttunafnið...ekki alveg nógu gott sko. Mér finnst hafnargellur mjög fínt ekki nema fólk haldi að við séum einhverjar hafnarmellur!! :)hehehe...þið skiljið??!!
Var svo að pæla hvenær ég ætti að bjóða ykkur í myndadæmi til mín?? Hvenær komisti?...Getum líka geymt þetta þangað til þið eruð búnar í prófunum kindurnar mínar ef þið eruð alveg á haus.
Let mí nó...;)
Sonjan
ps. Ragga mín þú ert að verða e-ð tölvunörd barasta :D hehehe

 
At 12:06 PM, November 24, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

hvað er þetta, mér finnst skyttu nafnið bara fínt ...og var það hildur sem kom með það :D
hvað með fjórar á flækingi?
fjórar fræknar vinkonur?
og jú hafnargellur er svosemt líka fínt
...
já líst mér á þig Þorbjörg, við kannski verðum eitthvað í bandi hvað djamm varðar :D
kv. Ragga

 

Post a Comment

<< Home