Hafnargellurnar

Thursday, November 10, 2005

Hið fræga bréf.

Kæru farþegar á leið til Kaupmannahafnar föstudaginn 11. nóvember n.k.

Hér eru helstu upplýsingar um flugið þitt. Vinsamlega hafðu flugmiðann með þér á föstudaginn, vegabréf og/eða skilríki með mynd af þér.

Mæting á BSÍ föstudagsmorguninn 11. nóvember n.k. er kl. 04:45. Flugrútan fer frá BSÍ kl. 05:00. Áætluð koma á Leifsstöð er um kl. 05:50 og þá tékkum við okkur inn og göngum frá farangri. Vinsamlega verið með léttan handfarangur og merkið allar töskur vel.

Við höfum u.þ.b. 1 klukkutíma og korter til þess að versla í fríhöfninni og borða léttan morgunverð. Flugvélin fer síðan í loftið kl. 07:30.

Þegar við lendum í Kaupmannahöfn, kl.11:40 að staðartíma, tökum við leigubíl að Hótel Nebo. Þangað er um 15-20 mín. akstur. Verð með leigubíl er u.þ.b. 280-350 DKR sem gerir um 700 kr ísl á mann. Hér meðfylgjandi eru upplýsingar um heimilisfang og kort með staðsetningu hótelsins.

Hagnýtar upplýsingar:

Tax Free Íslendingar geta fengið 19% endurgreidd af andvirði vöru að frádreginni 1-5% þóknun. Endurgreiðsla er bundin því skilyrði að verslað sé að lágmarki fyrir 300 DKR í sömu verslun. Afgreiðslufólk í verslunum fyllir út tilheyrandi tékka sem verður að láta stimpla hjá tollvörðum þegar haldið er úr landi. Eftir að komið er inn á fríhafnarsvæðið á Kastrup má skipta tékkanum á "Cash refund" skrifstofunni.

Á laugardaginn 12. nóvember eigum við pantað borð á veitingastaðnum Ristorante Firenze kl. 19:30 og hér eru meðfylgjandi upplýsingar og kort með staðsetningu veitingastaðarins.

Fisketorvet er opið alla virka daga kl. 10-20, laugardaga 10-17 en lokað á sunnudögum. Það er á Kalvebod Brygge 59. Busserne 1A, 30 og 65E kører lige til døren. Linie 1A finder du på Østerport Station, Kongens Nytorv og Hovedbanegården, linie 30 på Vesterport Station og Hovedbanegården og Linie 65E kører via Nyhavn og Hovedbanegården.

Field´s er opið alla virka daga frá kl. 10-17 og laugardaga frá kl. 09-17. Med bus
Bus nr. 32, 33 og 75E kører direkte til Ørestad Station. Tager man f.eks bus nr. 33 fra Rådhuspladsen, er man klar til den store shopping-oplevelse i Field’s ca. 20 minutter senere.

Hakka mikið til að sjá ykkur, hressar, á BSÍ á föstudagsmorguninn kl.04:45!

Bestu kveðjur, Hildur Guðjónsdóttir – fararstjóri.

p.s. það vantar öll kortin og heimilisföngin, þú færð það hjá mér í fyrramálið Þorbjörg mín!

1 Comments:

At 4:29 AM, November 10, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

Hæhæ skvísulíngar!!!!
Þetta er bar aað fara að gerast!!!!!! JIBBÍ JIBBÍ
Ég er orðin alveg svakalega spennt!!!!!! Var að útrétta áðan ná í gjaldeyri og fá hærri vísakortaheimild ;)Heyrumst í kvöld
Kveðja Sonja alveg að springa úr spenning og tilhlökkun ;D

 

Post a Comment

<< Home