Hafnargellurnar

Monday, November 07, 2005

Hittingur???

Hæ hæ skvísulíngar!!

Ég og Ragga vorum að pæla hvort það væri einhver fílingur fyrir því að hittast hjá mér á miðvikudagskvöldið og borða saman pizzu svonna fyrst að megavika Dominos er gengin í garð??? Og auðvitað að taka kallana með og barnið /börnin (Hildur mín).
Hvað segiði um það smá svonna hitting fyrir Kúbenhagen??
Verð líka að fá ykkur til að meta nýju fínu gardínurnar mínar sem eru loksins komnar í hús!! Þó þær hafi nú ekki allir passað á sinn stað!! :(
Það er bara að brosa:)...enda ekki annað hægt þessa dagana!!

Látið vita hvort þið séuð til

Bæjó spæjó
Sonjulíngur

12 Comments:

At 8:27 AM, November 07, 2005, Blogger Hildur said...

Við erum til! :)
kv. Hildur

 
At 8:29 AM, November 07, 2005, Blogger Hildur said...

Er ekki bara málið að hittast snemma, um 18-19, annars er minn ungi maður alveg úti að aka! Við getum þá kippt einhverjum pizzum með á leiðinni ;) kv. HG aftur.

 
At 9:00 AM, November 07, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

ég segi aldrei nei við heimboði.. (þ.e.a.s ef ég er ekki í vitleysu með verkefnavinnu) ég ætla EKKKKKKKI að taka skólabækurnar með mér út! en Sölvi er með kendóæfingu alla miðvikud til kl 9. :( hann/við komum e.t.v eftir það.. eða hvernig sem við höfum þetta.

kv Inga

 
At 12:56 PM, November 07, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

ÆÆi Sonja ég var að fatta að það er dósasöfnun á miðvikudaginn!! :( en ég er nú kannski ekki ómissandi á hana þannig að ég ætti að geta mætt til þín um hálf 8 - 8 ... þannig að humm þetta er hálf snúið hjá okkur ef Hildur kemur kl 18 - 19. ég um 20.00 og Þorbjörg um 21.00 heheh...eða hvað finnst ykkur?

Svo Brynjar geti verið með, eigum við þá ekki bara að negla niður mætingu klukkan 19.00 Ég og Þorbjörg þurfum þá að redda okkar málum svo við getum mætt, iss það ætti að reddast er það ekki Þorbjörg ;)

kv. Ragga

 
At 1:14 PM, November 07, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

Stelpur þið bara ráðið alveg hvenær þið viljið koma. Bara þannig að allir eða sem flestir komi i pizzuna. Við erum bæði komin heim um hálf 6 svo.....
Getur Sölvi ekki bara komið þegar hann er búin og þú komið þegar allir ætla að koma Þorbjög??
En þið ráðið .....bara látið mig vita hvenrig þið viljið hafa þetta skvísulíngar.
Kv. Sonja

 
At 1:22 PM, November 07, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

æi það eru takmörk hvað maður getur verið vitlaus :S er ekki bara sniðugast að hittast þá annað kvöld, þriðjudag?? þá get ég allavegana mætt fyr eða klukkan 19.00 hvað með ykkur??? ...myndi henta mér betur...

kv. Ragga

 
At 4:40 PM, November 07, 2005, Blogger Hildur said...

Hehehe þið eruð yndislegar! Við erum líka laus annað kvöld, svo getum við líka alveg komið á milli 20-21 á miðvikudaginn, B verður þá bara að sofna hjá okkur... kv. H

 
At 12:36 AM, November 08, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

Já það er allt í góðu lagi okkar vegna að þetta verði fekar í kvöld. Bara segið til og megið ráða tímanum líka.:)
Sonja

 
At 12:45 AM, November 08, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

hæ aftur, ef ég á að ráða þá líst mér betur á í kvöld :D þá kemst ég á dósasöfnun með liðinu á morgun ;)
Ef það gengur upp þá mæti ég um og uppúr 7 í kvöld ... þið megið alveg mín vegna vera þá búin að panta ef þið viljið, ég borða allt :D

Bestu kveðjur
Ragga

 
At 3:39 AM, November 08, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

Mér líst líka betur á að hafa þetta í kvöld annars ekki stórmál. Hvað segið þið Þ & H ????
Hvernig viljiði hafa þetta þá með pizzurnar??? Borða allir allt á pizzu?? er ekki nóg að panta 3-4 pizzur?? pannta bara e-ð á matseðli mismunandi.
Hvað segir frú skipulagsóða?? ;) hehehe
Kv.
Sonja

 
At 7:36 AM, November 08, 2005, Blogger Hildur said...

Sælar og blessaðar! Við komum þá til þín Sonja fyrir kl.19 í kvöld. Varðandi pizzurnar þá borðum við allt! Ætlar þá einhver einn að sækja pizzurnar, eða eigum við kannski bara að koma og panta og senda síðan einhvern eftir þeim? Hvað segið þið? kv. HG

 
At 7:36 AM, November 08, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

Hæ elskurnar mínar. Ég var að koma heim og sjá öll þessi yndilsegu skilaboð. Það má gera sögu um þetta. En ég verð að beila á öllum hittingum yrir köbenferðina :( :( ég er á kaaaaafi í verkefnavinnu þannig að ef ég á að komast út án bóka og blaða þá verð ég að nota hverja mínútu því það er ekkkkkkkert frí framað ferðinni. .. þarf líka að skila þessu af mér áður en við förum. Það eru skil á mánudag en þá er ég úti .. já þetta er bara erfitt líf þessa dagana.. ótrúlega leiðinlegt
:( og þessi verkefni eru að gera útaf við mig!!!

Ef ég sé einhverja smugu þá læt ég ykkur vita en það er afar ólíklegt..

kv inga í verkefnum dauðans!

 

Post a Comment

<< Home