Hafnargellurnar

Wednesday, November 09, 2005

Hugleiðingar....

Ég sit hér í myrkri. Klukkan er að verða eitt um nótt. Ég horfi á ferðatöskuna mína, tóma, með rauðum tóbaksklút bundnum á (svo ég þekki hana á færibandinu). Ég var að borða bragðaref í kvöld - skamm, skamm, og líður drullu illa yfir því! ;( Oj - bragðarefur, jakk! Ég fór í sund í kvöld með köllunum mínu. Heimsótti mömmu og Ásgeir. Eftir sólarhring verð ég sofandi, þá vakna ég eftir þrjá tíma og hef mig til fyrir ferðina miklu. Þorbjörg kemur og sækir mig, hún fékk aldrei póstinn frá mér - synd og skömm. Þurrkarinn er í gangi, allt er að verða klárt. Er búin að skila af mér þremur verkefnum í skólanum, sem urðu að klárast fyrir Köben. Fékk frest á einni stórri ritgerð - seinni tíma vandamál. Nú fer ég að sofa. Góða nótt.

Draugakveðja, Hildur (sem átti ekki að borða þennan ref - oooooohhhh!)

2 Comments:

At 5:01 PM, November 09, 2005, Blogger Katla Jör said...

Ææ skvís... ég veit hvað þú meinar.. það er sko réttnefni á þessum "Bragðarefum"! Ekkert góðir fyrir mann en óheyrilega freistandi!

En ég vildi óska ykkur öllum góðrar ferðar til Köben skvísur :)

Ég vona að þið skemmtið ykkur alveg ÓGESSLEGA, ÆÐISLEGA, OBBOSSLEGA vel :)

Og þó svo að þið fáið ykkur kökur og allskonar gúdderí þá er það ekki á hverjum degi sem maður skreppur til Kongens... :)

"When your in Rome" eins og segir einhvers staðar. Þannig að þar sem danir eru rosalega duglegir að svolgra bjór og eta sjálfsagt ekkert síður góðgæti en við hin er bara um að gera að njóta þessa í tætlur :)

xoxox Katal

;)

 
At 2:14 AM, November 10, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

æji elsku stelpan.. þessi rebbi var kannski bara þess virði.. en ekki vera döpur yfir honum.. tökum á aukakg og óhollustu þegar við komum heim frá köb..

love you ..

Ingalinga..

(sem fékk aldrei póstinn:( kíkti aftur í dag og aftur í gær og aftur og aftur..)

 

Post a Comment

<< Home