Hafnargellurnar

Thursday, November 17, 2005

Hvað varð um hótel lykilinn!!!

Jæja þá er þessi ferð bara búin ... Ég þakka ykkur dömur mínar alveg kærlega fyrir þessa skemmtilegu ferð :) Þetta var rosa stuð hjá okkur og mikið verslað, uss!! ég hlakka ekki til þegar Vísa reikningurinn kemur en það er seinni tíma vandamál hehe! ...Eigum við svo ekki að hittast og skemmta okkur yfir myndum, það er búið að seinka ritgerðarskilum hjá mér þannig að ég get held ég alveg hitt ykkur á sunnudaginn....

...en stelpur! hótel lykillinn kom ekkert í ljós hjá mér þegar ég tók upp úr töskunum. Hvað ætli hafi orðið um þennan blessaða lykil ....og eyrnalokkana

En eru þið í stuði til þess að tjútta nett á laugardaginn, svona rétt áður en próflestur hellist yfir mann....??

skál!
Ragga

4 Comments:

At 9:37 AM, November 17, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

já lykillinn góði.. hvað varð um þann fjanda!! Ég held að hann hafi fengið taugaáfall þessa umtöluðu nótt og stungið okkur af!
En er sunnudagurinn ekki bara málið fyrir myndir, ég er til! Hvað djammið varðar þá má alveg skoða það.. ;) látum það ráðast.

kv Ingaló

 
At 11:51 AM, November 17, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

...hey! Paparnir eru á Nasa um helgina, kostar ekki nema 1000 kr inn :D... ég er sko til í kíkja á þá... gera eitthvað annað en Hressó ... þó svo ég sé samt alveg til í að fara þangað ;)

kv.
Drykkjuhrúturinn!!

 
At 4:24 AM, November 18, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

Hæ skvísur mínar!! Já ég held ég sakni ykkar bara, og þessarar frábru ferðar og jafnvel þessa 10 tíma í bið á flugvellinum. Það er vika í dag!!!
En lykilinn góði kom ekki upp úr minni tösku svo ég held að hann hafi hreinlega stungið af!!
Ég ætla nú bara að taka því rólega um helgina sko.....
En líst rosa vel á sunnudag og saumóinn!!
Þangað til næst!!
Hin KAUPÓÐA!!!!

 
At 5:49 AM, November 18, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

uss hvað er djamm genið í ykkur stelpur!! en jæja ég og ef til vill Þorbjörg tjúttum kannski eitthvað ;) ... mér líst rosa vel á saumóinn, sjáumst hressar á sunnudaginn

kv. Djammarinn

 

Post a Comment

<< Home