Köben-rímur.
Þorbjörg frá Grund:
Til kongsins Köben var ferðinni heitið
hjá kátum kvensum fjórum.
hjá kátum kvensum fjórum.
Við komnar á passlegum tíma við geitið,
Þá tilkynning barst frá flugélagshórum
“Hún fer ekki fyrr en um fjögur leytið".
“Hún fer ekki fyrr en um fjögur leytið".
Hildur frá Holti svarar:
Strandaglópar voru meyjarnar fjórar,
Strandaglópar voru meyjarnar fjórar,
á flugstöðvarræfli með köllum og rónum.
Samlokur, lýður, hvítvín og bjórar,
inni í fríhöfn þó svolítið gátum
gengið og verslað - með dópið í skónum!
Þorbjörg frá Grund svarar:
Í loftið loksins fórum við
Í loftið loksins fórum við
og þreyttar lentum seint um kvöld.
við lyktuðum líkt og úldin svið
svo sveittar vorum við eftir þá bið.
Gleðin þó fljótlega tók við völd
við lifum henn´á fram á þar næstu öld.
---------------------------------------
Við gengum að lestarstöð glaðar í bragði
á millokkar var slíkur vináttukvarði.
Bróðirinn fylgd´okkur lestarstöð á
Í leit að vini því týnt honum hafði.
Að lokum ein okkar vinkvenna sagði
"Svei mer þá... kallinn er fallinn í dá"
----------------------------------------
Hildur frá Holti svarar með ferskeytlum:
Við létum það ei á okkur fá,
við Kebab skildum borða.
Ráðhústorg og Strikið sá,
einhvern matarforða.
--------------------------
Hótel Nebo stórgott var,
frábært þar að lúlla.
Fljótlega héldum þó á bar,
sem reyndist vera búlla.
---------------------------
Hefðbundnar ,,framhalds" ferskeytlur Þorbjargar frá Grund og Hildar frá Holti.
Þorbjörg:
Komdu nú að kveðast á,
kappinn, ef þú getur.
Láttu ganga ljóðaskrá,
ljóst í allan vetur.
Hildur:
Rauður minn er sterkur, stór,
stinnur mjög til ferðalags.
Suður á land hann feitur fór,
fallegur á tagl og fax.
Þorbjörg:
Flekka mín er falleg ær,
Fer á undan kindunum
Ég sá hana efst í gær
Upp á fjallatindunum.
Hildur:
Mjólkin heit og kannan köld,
komin utan úr frosti.
Ef við drekkum af í kvöld,
okkur skánar þorsti.
komin utan úr frosti.
Ef við drekkum af í kvöld,
okkur skánar þorsti.

4 Comments:
Rosalega finnst mér þetta flott hjá okkur! og við eigum eftir að bæta inn nokkrum..
kv Þorbjörg frá Grund
Vá stelpur þetta er æðislega flott hjá ykkur;) Kíp góing!!
nhoo það munar ekki um það! þið leynið á ykkur ;) gaman að lesa þetta
Já engin spurning! Þetta er líka svo gaman. Erum við ekki öll hagyrðingar inn við beinið ;) kv. Hildur frá Holti.
Post a Comment
<< Home