Hafnargellurnar

Wednesday, November 30, 2005

.. og áfram höldum við kveðskap

Hildur svarar stöku;

Strandaglópar voru meyjarnar fjórar,
á flugstöðvarræfli með köllum og rónum.
Samlokur, lýður, hvítvín og bjórar,
inni í fríhöfn þó svolítið gátum
gengið og verslað - með dópið í skónum!
Hildur svarar ferskeytlu;

Rauður minn er sterkur, stór,
stinnur mjög til ferðalags.
Suður á land hann feitur fór,
fallegur á tagl og fax.

OG aftur svarar Þorbjörg henni Hildi frá Holti


Í loftið loksins fórum við
og þreyttar lentum seint um kvöld.
við lyktuðum líkt og úldin svið
svo sveittar vorum við eftir þá bið.
Gleðin þó fljótlega tók við völd
við lifum henn´á fram á þar næstu öld.


Við gengum að lestarstöð glaðar í bragði
á millokkar var slíkur vináttukvarði.
Bróðirinn fylgd´okkur lestarstöð á
Í leit að vini því týnt honum hafði.
Að lokum ein okkar vinkvenna sagði
"Svei mer þá... kallinn er fallinn í dá"

og Þorbjörg svarar ferskeytlu..

Flekka mín er falleg ær,
Fer á undan kindunum
Ég sá hana efst í gær
Upp á fjallatindunum

kv frá Þorbjörgu í Grund

0 Comments:

Post a Comment

<< Home