Hafnargellurnar

Sunday, November 06, 2005

Raul - hinn mikli -

Já þetta eru skemmtilegar fréttir af Sonju okkar. Ég er strax farin að undirbúa skemmtiatriði fyrir brúðkaupið, ætli það verði næsta sumar?

Allavega, ég fór í klippingu á fimmtudaginn og þar eru auðvitað öll helstu slúðurblöð heimsins á boðstólnum! Haldiði að hann ,,Rahúúl" vinur okkar (ég komst reyndar að því að nafnið hans er skrifað; Raul) var í nýjasta Séð og Heyrt eða Hér og Nú - man ekki alveg (what´s the difference?) undir fyrirsögninni ,,Raul, móðurlaus á Mama´s Tacos" og svo var viðtal við hann og myndir af honum, ömmu gömlu, syni hans og fegurðardrottningunni (sem b.t.w. var einu sinni FEIT - svakafrétt, hehe). Ég las auðvitað viðtalið og kynntist þar með ,,Raul" mun betur og ekki nóg með það þá vorum við Addi á rúntinum áðan og haldiði ekki að Raul sjálfur, með soninn, hafi verið að rölta Hverfisgötuna í mestu makindum! Ég var að hugsa um að slengja mér út um gluggan og biðja um mynd af mér með kappanum og eiginhandáritun! Addi var ekki alveg að skilja þetta og var fullviss um að þeir, strákarnir, hafi alveg misst af öllu þessu með hann Raul....

Ég er að farast úr spenningi!! Nú er bara málið að klára öll verkefnin og ganga frá lausum endum fyrir ferðina, þar á meðan að panta borð á restaurant á laugardagskvöldið, var einhver búin að því?

Ohh stelpur það verður svo gaman hjá okkur ;)

Tjá, bella! eða öllu heldur...
..... Kærlig hilsen,
Hildur

p.s. 1 kg eftir af markmiði mínu fyrir ferðina! JESSSS....

7 Comments:

At 12:51 PM, November 06, 2005, Blogger Hildur said...

Er búin að panta borð, er bara að bíða eftir svari. Læt ykkur vita!

kv. Hildur

 
At 12:55 PM, November 06, 2005, Blogger Hildur said...

Rúta eða bíll. Atkvæði greidd hér að neðan!

kv. Hildur

 
At 1:00 PM, November 06, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

rúta takk!!

 
At 1:03 PM, November 06, 2005, Blogger Hildur said...

Þetta var Sonja hér að ofan.

Er ekki fínt að taka rútuna, þá þarf enginn herramaður að vakna um miðja nótt og keyra okkur á hálli Reykjanesbrautinni!

kv. HG

 
At 1:03 PM, November 06, 2005, Blogger Hildur said...

.....nema bílstjóri Flugrútunnar auðvitað.... HG

 
At 1:14 AM, November 07, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

Jæja þá, þá er það rúta... meiri hlutinn verður að ráða ;)

Mæting klukkan 5.30 á bsí eða hvað ?

kv. Ragga

 
At 1:37 AM, November 07, 2005, Blogger Hildur said...

Rútan er á korters fresti frá kl.05:00. Eigum við ekki bara að skella okkur í fyrstu rútu?

kv. HG

 

Post a Comment

<< Home