Hafnargellurnar

Friday, November 18, 2005

Sunnudagskveldið

Hæ snúllurnar mínar! Ég er ekki frá því að ég sakni ykkar voða mikið Þó það hafi verið gaman að hitta Sölva aftur en hann mun sumsé stinga mig af í nótt :(
En varðandi sunnudaginn, ég var að láta mér detta í huga að við byrjuðum að halda saumó. Ég mun þá byrja með fyrsta saumóinn og svo munum við bara ákveða ca daginn sem næsta heldur saumó.. hvernig líst ykkur á þessa hugmynd?? Við 4 værum bara til að byrja með og svo gætum við stundum haldið fyrir fleiri.. skiljiði mig!? Þetta er bara uppástunga til að við verðum duglegri að hittast svona endrum og sinnum ;) Þurfum ekkert að hafa vesen í kringum þetta, bara léttar veitingar, þetta þarf ekki að kosta mikið..

Þið látið mig vita, og svo ákveðum við bara strax hver heldur næst og hvenær það mun vera.. Reyndar er prófatörn framundan hjá okkur en það er hægt að finna útúr því.. ;) Annars þætti mér fínt að hafa saumóinn á 2 - 3 vikna fresti..!

Eitt að lokum.. ég hringdi í Expressarana og þeir voru harðir á því að bæta fólki ekki upp þennan skaða. Ég var ekki sátt við það og bað um að fá að tala við þann sem ákveður þetta. Sú kona er við á mánud og ég mun hringja þá og tala við hana. Ef hún er svona hörð þá bið ég um að fá að sjá þau lög sem fjalla um réttindi þeirra sem fljúga með fyrirtækinu. En það er nýbúið að setja lög í Evrópusambandinu um að ef ákveðinn seinkun verður á flugi.. það er miðað við einhvern fjölda klukkustunda.. þá fái kúnninn 30.000 kr í skaðabætur en það nær e.t.v ekki til okkar. En allavega.. ég mun tala við þessa konu og ef hún stendur fast á sínu þá krefst ég þess að við fáum að sjá skilmálana og allt það.. við eigum alveg rétt á því. Nú ef ekkert gerist þá bara setjum við grein í moggan og HIiiiiiiKUM ekki við það ;)

kv Inga

1 Comments:

At 11:13 AM, November 18, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

Sælar, æ ég var að fatta að ég var búin að lofa að fara að sjá hana Evu mína leika á sunnudaginn, það er loka sýning og mig langar rosa til að sjá hana, hún er að leika Davíð Oddsson ;)...þannig að ég get hitt ykkur um 10 á sunnudagskvöldið en betra væri ef þið væruð til í að færa þetta yfir á mánudaginn eða þriðjudaginn, hvað segi þið um það??? ...sorry þetta vesen á mér :(
kv. Ragga

 

Post a Comment

<< Home