Hafnargellurnar

Wednesday, November 30, 2005

.. tjá.. í þá gömlu góðu daga..

... Í mínu ungdæmi þá þótti það góður siður að setjast niður og semja litlar stökur. þetta var kallað að kveðast á og þótti sá vera mikill mannkostur sem góður var í slíkri iðju. Við sveitungar sátum við þetta tímunum saman eftir erfiðar mjaltir og alltaf höfðum við jafn gaman af. Góð ferskeytla er aldrei of oft kveðin og getur hún svo sannarlega vakið kátínu meðal manna.



Ég læt fylgja hér eilitla stöku sem ég setti saman um okkur stöllur, myndirnar hér að neðan lýsa svo þeirri kátínu sem fylgdi þessari umtöulu tilkynningu.

Til kongsins Köben var ferðinni heitið
hjá kátum kvensum fjórum.
Við komnar á passlegum tíma við geitið,
Þá tilkynning barst frá flugélagshórum
“Hún fer ekki fyrr en um fjögur leytið".



kv
Inga bóndakona

Komdu nú að kveðast á,
kappinn, ef þú getur.
Láttu ganga ljóðaskrá,
ljóst í allan vetur.

Hildur svarar stöku;

Strandaglópar voru meyjarnar fjórar,
á flugstöðvarræfli með köllum og rónum.
Samlokur, lýður, hvítvín og bjórar,
inni í fríhöfn þó svolítið gátum
gengið og verslað - með dópið í skónum!

Hildur svarar ferskeytlu;

Rauður minn er sterkur, stór,
stinnur mjög til ferðalags.
Suður á land hann feitur fór,
fallegur á tagl og fax.

1 Comments:

At 9:11 AM, November 30, 2005, Anonymous Anonymous said...

hahahah góðar!!!! ;)

 

Post a Comment

<< Home