.. ballstemmarinn
Hæ elsku hafnarmellurnar mínar.. við erum svo sannarlega ekki búnar að drepa niður allt stuð en guð minn góður hvað þessi prófa-verkefnatími getur verið ótrúlega leiðinlegur og maður á sér akkúrat ekkert líf á meðan á honum stendur! .. ég átti mér þó smá líf um helgina en samt alltaf með próflestur og hnútinn í maganum.
eeeeennnn... hvað um það.. þann 21. er sálarball og Ragga mín.. þú klikkaðir á ballinu á laugardaginn og ég lét ekki sjá mig þar en það var nú aldrei inní myndinni hjá Hildi þannig að við mætum sprækar þann 21. á gamla góða MS ballstaðinn. Þetta verður bilað stuð og bilað gaman og við verðum svo sprækar og bandbrjálaðar á dansgólfinu! .. Lifum fyrir þennan hitting.. og Hildur stingur ekki af á ballinu einsog hún átti til að gera í þá gömlu góða daga (þegar Ómar hafði hár..) S0nja, þú verður að redda fríi og koma með!! helst í slöngupilsinu sem þú varst alltaf í í MS, og ég verð í einhverjum MS fötum líka.. Hillan með sólgleraugun og Ragga með hænurassgreiðslu dauðans.. djö verðum við flottar..
Svo er ég til í hitting og tjútt og trall eftir 16. des en þá klára ég mína törn og Hildur líka ef ég man rétt.. Ragga mín þú ert búin eitthvað fyrr er það ekki.? Sonja hugsar til okkar meðan á vibbanum stendur og undirbýr tjúttið rosalega og hittingana;) er það ekki Sonja mín;)?? hehe.
látiði nú í ykkur heyra og ekki segja mér annað en ballfílingurinn sé að bresta á.
so skal ve bare drikker juleöl og gin :)
je selfolgelig..
híhíhí
kv Þorbjörg Ingalingalóló ..

4 Comments:
hænurassgreiðsla hvað!! hehe nei hún er jörðuð ;)... já ég beilað feitt, en ég verð nú samt að segja að ég geri það nú mjög sjaldan! þannig að ... en ég er til í tjútt 21.des og er bara byrjuð að hlakka til þó svo að ég muni fara á tjúttið 3x fyrir það :D
gangi ykkur vel að lesa og sonja njóttu þess að vera ekki í prófum ...
Hæ stelpur!
sálarballið er svoo málið, hlakka geggjað til.. mig langar samt að stinga upp á því að við hittumst og drekkum saman bacardi lemon í spræt og reykjum bláan capri! það væri sko flachback dauðans!!! hahaha.. annars sjáumst við á ballinu sætu pjullur ;) KV helena
nei hæ Helena ;) já það yrði flach back dauðans!! ég luma einmitt á vænni flösku, án gríns, af bacardíi undir rúmi hehehe
.. ég er nú meira fyrir ginið gefin!! Mmmmm.. Aldrei komist uppá lag með bacardíið..
en já sömuleiðis með lesturinn Ragga mín.. þetta er hrotti þessi próftími..
kv Ingaló
(ég er búin að baka smákökur og ætla að éta þær á meðan ég læri undir þessi hlussu próf mín)
:)
Post a Comment
<< Home