Hafnargellurnar

Thursday, December 15, 2005

Djamm um helgina?

Elskurnar mínar.

Við Addi erum komin með pössun yfir nótt á laugardagskvöldið og okkur langar voða mikið að tjútta með ykkur! Við erum alveg til í að bjóða ykkur til okkar í smá teiti og síðan getum við skundað niður í bæ eða gert það sem okkur dettur í hug. Á inni í skáp ginflösku og hvítvín og get ekki beðið eftir að hitta ykkur - loksins! Þá er bara spurning hvað þið viljið gera? Ragga var að tala um að hún sé að fara í afmæli og Sonja að tala um útskrift.... en það væri allavega voða gaman að hittast eitthvað um kvöldið :o)

Tjáið ykkur elskurnar! Mrs.Clinton.
p.s. ég held að þið séuð búnar að gleyma hvað það getur verið gaman að djamma saman.

Minningar:
- Raul.
- Fingur út í loftið og dilla öxlum.
- Sólgleraugu.
-,,Þú ert yndið mitt yngsta og besta..."
- Hin ógleymanlega háa rödd sumra ;)
- ,,Herra leigubílstjóri"
- Afleiðingar þess að hlusta á HAM.
- Mynd af sumum og Adda Kitta Gauj.
- Gin og tónik.
- Breytingar á dyrahnappi sumra.
- Sítróna dýfð í kaffikorg.
- ,,Heldurðu að ég hafi komið hingað haldandi bara á þessum skóm!"
- ER-atvikið fyrir utan Oliver.
- Ruslönudans sumra - hátt uppi.
....... á ég að halda áfram. Nei - sumt segir maður ekki á netinu!

5 Comments:

At 4:18 PM, December 15, 2005, Anonymous Anonymous said...

heheh já það eru margar minningarnar og sögurnar sem eru komnar af djömmum í kringum æfina og eru þær tja mis skemmtilegar ;) en já eva vinkona á afmæli og ætlar að halda upp á það á laugardaginn, en ég verð svo pottþétt í bænum eftir það :D þannig að við verðum að vera í bandi ... en á að kíkja á hressó á föstudag á jólaball hjá kennó???
kv. Ragga

 
At 2:39 AM, December 16, 2005, Anonymous Anonymous said...

hæ elskurnar.. já ég er til í hitting.. laus og liðug á laugardkvöldið, hvað með að við hittumst bara og fáum okkur ginnara og spjöllum um lífið og tilveruna og kíkjum svo á röltið niðrí bæ!?? er það ekki bara málið.. til er ég ;)

 
At 7:45 AM, December 16, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

Hæ skvísulíngar....ég væri alveg til í hitting annað kvöld....en ég verð að sjá til hvernig kvöldið þróast út af útskriftinni. En hehehe....skemmtilegar þessar upprifjanir þínar af tjúttinu okkar:) Hvenær viljiði kíkja í næstu viku öll í kvöldkaffi???
Kv. Sonja

 
At 8:33 AM, December 16, 2005, Anonymous Anonymous said...

BÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚÚIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIN ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ PRÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓÓFUUUUUUUM!!!!!!

afsakið óhemjuganginn.. varð bara að tjá mig um þetta! úff.. þetter rooooosalegt..

 
At 8:34 AM, December 16, 2005, Anonymous Anonymous said...

bíddu nú við.. það vantar n-ið í búin og fum í prófum..
óhemjugangurinn hefur verið svo mikill að tölvan hefur bara ekki meikaðidda..

 

Post a Comment

<< Home