Hafnargellurnar

Monday, December 12, 2005

Það er að koma jól!

Hæhæ skvísur mínar. Þá fer þessu prófa dæmi ykkar nú alveg að ljúka!!...Mikið hlakka ég til!! :)
Ég verð nú að segja ykkur hvað ég er búin að vera svakalega dugleg á meðan þið sitjið greiin mín yfir bókunum. Ég og mamma bökuðum 5 smákökusortir á laugardaginn og þrjár kökutegundir!! Þetta var svaka gaman, maður kemst í svonna nettann jólafíling. Og ég tala nú ekki um góðu lyktina!! ;)
Svo loksins tókst okkur Snorra að taka til í ruslaherberginu og geymslunni svo það er orðið svaka fínt. Ákvað nú í leiðinni að taka smá barnadót upp svo krakkarnir geti leikið sér ef þau koma í heimsókn svo foreldrarnir þurfi ekki að taka dótakassann með sér ;)
Ég fór svo í klippingu og litun og er bara orðin svaka skvísa sko;)...og bara næstum tilbúin í jólin....jólatréð bíður eftir að vera tekið úr kassanum og svo ætlum við að skrifa jólakortin í kvöld. Inger og Kiddi komu nebbla í heimsókn á föstudagskvöldið og létu okkur fá kortin sem hún var að búa til fyrir okkur.......VÁ þau eru svo flott!! í þrívídd og útsaumuð og allskonar skreytt.
En hvað segiði um það skvísur, makar og börn að kíkja til okkar eitthvert kvöldið í heitt súkkulaði og smákökur?? langar svo mikið að sjá ykkur öll!
Jólakveðja
Sonja

12 Comments:

At 8:10 AM, December 12, 2005, Anonymous Anonymous said...

En yndislegt að fá svona færslu frá þér sæta mín! Ég fann alveg lyktina af kökunum í gegnum tölvuna - ummm. Rosalega ertu dugleg kona taka til, baka, skrifa á jólakort, klipping - bara allur pakkinn. Já ég er að fara í síðasta prófið í fyrramálið - eftir það er ég laus öll kvöld!! JIBBÍ, það verður sko gaman. Ég vil endilega koma til þín sem allra fyrst :o) Brynjar verður ekki svikinn þegar hann fréttir af dótakassanum í Þórðarsveignum!

Jólakossar og knús til ykkar allra!

 
At 8:14 AM, December 12, 2005, Anonymous Anonymous said...

Svo er ég að spá í eitt: eruð þið að gera/kaupa einhverjar gjafir til okkar Köbenkvenna?

Mig langar að leggja til að við gefum hvorri annarri ekki neitt heldur förum út að borða eða í leikhús allar fjórar saman í staðinn. Hvað segið þið um það?

Ef einhver er ekki sammála því þá er það líka bara allt í lagi... ég veit bara ekkert hvað ég á að kaupa handa ykkur elskurnar mínar... alveg að falla á tíma með þetta allt saman.

En það þýðir þá að við verðum að vera allar sammála um þetta og engir pakkar að læðast inn svona óvænt ;o)

kv. H

 
At 9:43 AM, December 12, 2005, Anonymous Anonymous said...

sælar kroppalínur.. ég var einmitt að bíða eftir einhverri færslu á þetta blogg. Færsla frá mér hefði verið fremur óspennandi þar sem ég hef ekkert um að tala þessa dagana.. sit einhverf við bækur mínar með kók í annarri og kökur og nammi í hinni! en ég er svooo til í að koma í heitt súkkulaði til þín þegar törninni líkur! eitthvert kvöld í n.k viku myndi henta mér. :) við getum bara haft smá litlu jól saman .. hehe.. það væri nú ekki galið;)

hmmm .. annars á ég eftir að kaupa gjafir, pakka inn, baka eitthvað pínu, þrífa, setja upp jólaskraut og bara allt fyrir þessi jól!! en það er ok:)

Hildur mín.. ég er alveg sammála þér, við skulum bara gefa okkur það í jólagjöf að fara t.d saman út að borða á góðu kvöldi í miðborginni ;)

knus og kram

litla táin

 
At 11:31 AM, December 12, 2005, Anonymous Anonymous said...

attention all passanger! this is a security anánsment du tu security resons ví ask jú to not lív hand baggads behind jú!!!! kræst ég vaknaði með þetta á heilanum í morgun!!

En að öðru vei vei vei ég er komin í jólafrí ;D þannig að ég er nokkuð laus núna öll kvöld, náttla bara fyrir utan sundæfingar sem eru öll kvöld! en annars er ég alveg til í að hittast ....

já mér líst ljómandi vel á að við förum saman út að borða eða í leikhús, langar einhvernvegin frekar í leikhús, maður gerir það svo sjaldan en maður er alltaf að borða, því miður heheh

ilmandi klórlykt!!
Ragga

 
At 11:32 AM, December 12, 2005, Anonymous Anonymous said...

æ má misskilja, ég get alveg hitt ykkur, ég læt þá Rúnar bara þjálfa lengur :)...

 
At 5:05 PM, December 12, 2005, Anonymous Anonymous said...

Attention all passanger! Sjitt - flashback dauðans þarna hjá þér Ragga.

Hvað segið þið um djamm á laugardaginn 17. nóvember n.k?

Hvað segið þið um að fara og sjá ,,WOYZECK" með Ingvari E. Sigurðssyni í Borgarleikhúsinu í janúar? sjá www.borgarleikhus.is Já eða ,,Ég er mín eigin kona" með Hilmi Snæ í Iðnó???

kv. H

 
At 4:18 AM, December 13, 2005, Anonymous Anonymous said...

sælar aftur kroppalínur.. ég var að koma úr prófi sem þýðir að það er eitt próf eftir sem þýðir að ég á eftir að vera í helvíti aðeins örfaá daga í viðbót, en þið eruð víst komnar í jólafrí pjöllulínur!! njótiði þess..

já við ætlum að djamma næsta laugardag, ekki spurning. Rassgatið er að spila á Grandinu og við þangað!

við getum spáð í leikhúsið, margt sem kemur til greina. hef ekkert heyrt um þetta með Ingvari E.. en ég efast ekki um gæði þess :)

kv Fló í klói

 
At 12:05 PM, December 13, 2005, Anonymous Anonymous said...

hæ já ég verð á djamminu á laugardaginn, eva vikona verður að halda upp á afmæli sitt ;) þannig að ég verð í gúddí fýling heheh

... mér finnst Hilmar sætari en Ingvar og því langar mig að frekar að sjá mín eigin kona ;) hehehe

 
At 12:20 PM, December 13, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

Hæ takið eftir, er búin að setja inn nýjan link ;) það er inn á síðu þar sem Dagga og Þórey og fleiri eru að spjalla ... þar kom upp sú hugmynd að leiga sal fyrir ballið 21. des :) hvað finnst ykkur um það, er það ekki bara sniðugt þá þarf enginn að þrífa eða taka til daginn eftir ;)... endilega tjáið ykkur esskurnar ;)

 
At 3:15 AM, December 14, 2005, Anonymous Anonymous said...

salur palur.. já já þetta er ekki svo vitlaus hugmynd, ég fer kannski í hjúkkupartý því bekkurinn ætlar e.t.v að hittast en ég gæti bara valsað á milli staða.. :)

kv ingsarinn

 
At 4:33 AM, December 15, 2005, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

hæ skvísur....á laugardag er stúdentaveislan hennar Heiðrúnar svo ég veit ekki alveg með kvöldið, verð bara að sjá hvenirg kvöldið þróast því veislan er ekki fyrr en um 5. Svo það er nóg að gera næstu tvo daga í undirbúning fyrir það og ég þarf að vakna snemma á laugardag og farða hana og sollis....sé bara til.
En ég er alveg til í sambandi við jólagjafir handa hver annarra að gera e-ð frekar fyrir peninginn....mig langar bara ekki að sjá með Hilmi Snæ, bara búnað heyra lélega dóma um það :(
En vá hvað það var mikið flash back að lesa attention all passanger!!! bara mætt í Leifstöðina!!! :)
En með 21.des þá ´mun ég bara mæta í partýið og fer svo heim á koddann:(
Kv Sonja

 
At 7:13 AM, December 15, 2005, Anonymous Anonymous said...

HAAAAA sonja þó!!! ætlaru ekki á ballið fræga!!! votts opp?? why why ??

 

Post a Comment

<< Home