Hafnargellurnar

Friday, December 30, 2005

Happy new year!




Sælar stúlkur mínar. Takk fyrir síðast. Það var æðislegt að hitta ykkur heima hjá S&S og þvílíkar móttökur sem við fengum! Ég er enn að hugsa um súkkulaðikökuna og bombuna hennar Sonju! Kærar þakkir fyrir mig.

Ég sit hér með litla manninum mínum og borða cheerios og horfi á Línu Langsokk í sjónvarpinu. Við ætlum að skella okkur norður í kvöld og vera þar yfir áramótin - komum svo aftur heim 2. janúar. Eftir það tekur skólinn við. Við ætlum að gista hjá mömmu hans Adda og knúsa hana Skottu okkar.
Um hádegi á gamlársdag skundum við síðan upp í Steinadal, sveitina hans Adda, og hittum stórfjölskylduna þar. Seinnipartinn borðum við saman og höldum síðan úr þegar myrkra tekur og kveikjum eld. Fjölskyldan safnast saman við brennuna - ungir sem aldnir. Þá skjótum við upp flugeldum, kveikjum á stjörnuljósum og höfum það kósý. Það er sérstök tilfinning að vera þarna um áramótin, við fylgjumst t.d. með hverjum og einum skjóta sinum flugeldi upp þannig að maður nýtur þess miklu meira - finnst mér. Eftir það er komið inn og borðað meira og horft á skaupið. Á Hólmavík verður síðan diskótek og pöbbinn opinn og þar fjölmenna Hólmvíkingar og nærsveitungar og kyssast og knúsast, dansa og spjalla fram á rauða nótt.
Á nýjársdag er síðan rosa matarboð hjá Hrafnhildi systur hans Adda þar sem stórfjölskyldan hittist aftur og heldur áfram að borða þar sem Hrafnhildur og co. eru þekkt fyrir brjálæðislegar veitingar! Við erum að tala um jólahlaðborð dauðans stelpur (ekki slæmt í þynnkunni).
Þá vitið þið hvað ég ætla að gera um áramótin stelpur mínar, ég vona að þið eigið eftir að skemmta ykkur vel - hvað sem þið takið ykkur fyrir hendur.
Nýtt ár er að ganga í garð og það þýðir að nýtt tímabil hefst hjá Hafnargellum!
  • Við Þorbjörg ætlum í bíó mánudagskvöldið 2.janúar á myndina The Family Stone viljið þið ekki skella ykkur með okkur??

Lýsing: Stone fjölskyldan, eins og flestar fjölskyldur, hefur það fyrir hefð að koma saman á jólunum! Allt virðist ætla að ganga löðurmannslega fyrir sig þar til að uppáhaldssonurinn ákveður að taka kærustuna sína með sér heim um jólin. Kærastan þykir mjög leiðinleg og er ekki vinsæl innan fjölskyldunnar og ekki einfaldast málið þegar í ljós kemur að bónorð er í farvatninu! Sjá nánar hér.

  • Legg til að við hittumst fimmtudagskvöldið 12. janúar n.k. á Oliver og fáum okkur að borða saman??
  • Tónleikar í höllinni þann 7. janúar n.k.
  • Mig langar að bjóða ykkur í mat laugardagskvöldið 21. janúar kl.19.??
  • Þorbjörg útskrifast sem hjúkrunarfræðingur í júní.
  • Hamingjudagar á Hólmavík dagana 29. júní - 2. júlí.??
  • Köbenferð??

Takk fyrir gamla árið stelpur mínar, eða gömlu árin öllu heldur! Fagna nýju ári með gleði og tilhlökkun og vona að það verði jafn vel heppnað og það síðasta. Góðar stundir.

Ykkar - Hildur.

9 Comments:

At 11:32 AM, December 30, 2005, Anonymous Anonymous said...

nhoo það er greinilega heljarinnar dagskrá hjá ykkur um áramótin og og óska ég ykkur bara góðrar ferðar og skemmtunar :)

Flott að setja svona dagskrá niður. Ég hugsa að ég segi pass við bíó ferðinni en ég kem með á tónleikana og er ég til í að fara út að borða þann 12. Einnig er ég til í að koma í mat þann 21 :) ... ég bæti svo við dagskrána að laugardaginn 4 mars verður partí hjá mér :)

Ég er svo alveg til í aðra köben ferð, t.d í haust áður en skólinn byrjar aftur :) ...við pælum í þesssu

en já hafið það gott yfir áramótin kæru vinkonur ;)

heyrumst og sjáumst sem fyrst
kv. Ragga

 
At 11:38 AM, December 30, 2005, Anonymous Anonymous said...

p.s ekki eigið þið eða vitið um einhvern sem gæti lánað mér fótboltaskó????

 
At 1:24 PM, December 30, 2005, Anonymous Anonymous said...

fótboltaskó?? hehe..það er nú erfitt að vera í fótboltaskóm af öðrum er það ekki? annars veit ég það ekki.. en ohh.. þú átt ekki að beila á bíóinu stelpuskömm!!

Þessi mynd er nú öruggleg alveg fyrir okkur stelpur..

annars.. hafið það gott yfir áramótin.

kv Ingsa litla lipurtá

 
At 4:25 AM, January 02, 2006, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

hæ skvísulingar!!!
Gleðilegt nýtt ár og takk æðislega fyrir öll þau frábæru liðnu ár!!!

Vonnadi hafið þið haft það ofboðslega gott yfir hátíðina ....allavegana erum við búnað hafa það svakalega gott! Mér líður eins og fylltum kalkún eftir þetta allt saman!!
En nú veðrur sko e-ð gert í því! Þýðir ekki að vera með lafandi jólaspikið í sumar á sólaströndinni, vil nú að bikiníið sjáist ;)
Gamlárskvöld var bara rólegt hjá okkur, borðuðum hjá systir Snorra og fórum á brennu með þeim og sáum engann annann en Quinten Taranntino (veit ekkert hvernig þetta er skrifað) jú nó Kill Bill leikstjóra eða framleiðanda???
Horfðum svo á skaupið heima með m&p og Heiðrúnu og síðan fórum við í brekkunua hérna í Grafarholtinu að horfa á flugeldana.
En mikið var.... loksins gott Skaupið !!! fannst ykkur þaggi??

Ég er sko alveg til í bíó í kvöld með ykkur!:)
Og ég þigg alveg matarboðið hjá þér Hildur mín, alltaf til í svoleiðis! En eru það bara við skvísurnar eða kallarnir með?
En tónleika mæti ég ekki á....því miður:(
Svo mæti ég galvösk á Óliver ef allir geta....alltaf til í mat ;)
En sorry Ragga mín veit ekki um neina fótboltaskó nema hjá litla frænda mínum...efast að þeir passi;)

Hlakka til að sjá og heyra í ykkur!!!
Kv. Sonja (fyllti kalkúnninn)

 
At 5:39 AM, January 02, 2006, Anonymous Anonymous said...

hæ fyllti kalkúnn.. það verður massað í bíóinu í kvöld ..

eigum við að fara kl 8 eða 10?

Það er kannski of seint að fara kl 10 fyrir þá sem þurfa að vakna í bítið.. og ég legg til að þetta verði kallalaus ferð.. þetta er bara konumynd og ég held að þeir skemmti sér ekkert yfir henni.. ;)

kv Ingsa

 
At 11:36 AM, January 02, 2006, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

ég meinti sko hvort að köllunum væri boðið líka til Hildar í mat eða hvort við yrðum bara skvísurnar??
Gæti eflaust ekki dregið Snorra á svonna kellinga mynd;)

 
At 1:29 AM, January 04, 2006, Anonymous Anonymous said...

Jájá þá veit maður það! Við Hildur vorum búnar að fá pössun fyrir kvöldið og allt - og svo er maður ekki velkominn! Ég er nú frekar fúll yfir þessu, ég fer þá bara í annað bíó á meðan!!

 
At 1:37 AM, January 04, 2006, Anonymous Anonymous said...

Sælar elskurnar. Úps, Addi rauk út bara!

Varðandi bíóið: Ég legg til að við förum kl.20. Myndin er sýnd í Regnboganum og Smárabíói í kvöld. Ohh hvað ég hlakka til!

Matarboðið: Við ætlum að bjóða ykkur öllum í mat, makar með og alles - voða gaman ;o)

Tónleikar: Við erum að tala um tónleika ársins stelpur! Við verðum eiginlega að hittast fyrir og eftir þá. Hita upp með því að hlusta á diska heima og eftir á = hörkudjamm! Hvað segið þið um það. S&S þið komið auðvitað með okkur á tjúttið þó svo að þið farið ekki á tónleikana :Þ

p.s. ég er rosalega södd eftir jól og áramót! Við Addi sitjum hér SAMAN Í TÍMA í Inngangur að uppeldisvísindum - rosa gaman ;o) JÁ SKÓLINN ER BYRJAÐUR ;(

Elsk´ykkur! kv. Mrs.Clinton.

 
At 1:38 AM, January 04, 2006, Anonymous Anonymous said...

.....Addi er aðeins að ná að róa sig niður ;o)

 

Post a Comment

<< Home