Svona eru jólin...
Sælar dömur og já gleðleg jólin! Ég var svo léleg þessi jólin að ég sendi engin jólakort en að sjálfsögðu óska ég ykkur eða óskaði ykkur gleðilegra jóla og allt það ;) ... en söss jólin! tíminn þar sem maður gerir nú lítið annað en að borða og borða og svo ákveður maður að borða aðeins meira! en samt jólin eru nú bara einu sinni á ári þannig að þetta er nú allt í lagi. Ég vona svo að þið séuð búnar að hafa það rosa gott yfir þessa fáu daga, ég er allavegana búin að hafa það ákaflega huggulegt :) Ég er búin að horfa á 4 dvd myndir, hlusta mikið á tónlist og dilla mér í takt við, fara tvisvar sinnum í freyðibað hehe og lakka á mér tærnar!! Svo var ég svo dugleg að ég skellti mér í hreyfingu í morgun og tók vel á því :) því já nú ætla ég að vera ógó dugleg að hreyfa mig og vera mega pæja á afmælinu mínu þann 1.mars ... og söss fyrst að ég er búin að skrifa þetta niður verð ég heldur betur að standa við það :) ... en jæja hafið það gott og við sjáumst sprækar hjá Sonju og Snorra á miðvikudaginn ...
Ilmandi jólakveðja!
Ragga

0 Comments:
Post a Comment
<< Home