Hafnargellurnar

Sunday, January 08, 2006

Æi var að fatta ...

Sælar dömur Hello
...heyriði ég var að fatta að ég er upptekin á fimmtudaginn, en þá samkvæmt skipulaginu ætluðum við út að borða á Oliver. Þannig er mál með vexti að pabbi bauð mér, Auði systur og Svövu Rán mágkonu á námskeið sem heitir heilbrigði og hamingja! og snýst það um að læra að sniðganga kemísk gerviefni í matvælum, snyrtivörum, híbýlum, hreinlætisvörum og umhverfi...einstaklega áhugavert ...en þar sem það er nú ekki á hverjum degi sem manni er boðið á námskeið þá ætla ég að skella mér...
... hvað segi þið um að borða á Oliver þá viku seinna, þ.e. 19 jan ?? ...eða færa það til febrúar mánuðar vegna þess að Hildur og Addi ætla að vera svo rausnarleg og bjóða heim 21. jan :)
Ef ykkur líst ekkert á þetta þá endilega farið þið þrjár saman og borðið Flossing
Bestu kveðjur
Ragga (vandræðagemlingur!)






6 Comments:

At 3:20 AM, January 09, 2006, Anonymous Anonymous said...

hæhæ vá ekkert smá spennandi námskeið!!
En í sam bandi við Óliver þá langar mig nú að fara fyrr en í febrúar og kannski aðeins of stutt 19.jan fyrir matarboðið hjá Hildi.
Eða hvað finnst ykkur???
Hvernig var á tónleikunum, var e-ð gert á eftir??

 
At 5:18 AM, January 09, 2006, Anonymous Anonymous said...

hæ elskurnar.. ég er fátæk mær þessa dagana.. mjöööög fátæk og held ég geti ekkert gert fyrr en ég fæ násmlánin í hendurnar, þau koma þegar allar einkunnir eru komnar á sinn stað, sem verður vonandi fljótlega.. þannig að þessi vika hefðu e.t.v ekkert hentað mér í einhvern dinner.. en kannski bolla, maður getur alltaf nurlað saman í einn bolla á húsi ;)

kv Inga fátæka mær

 
At 8:05 AM, January 09, 2006, Anonymous Anonymous said...

Sælar elskurnar!

Nei við vorum svo búnar á því eftir tónleikana að við fórum bara heim! :Þ

Við getum alltaf dinglað okkur saman á kaffihúsi eins og Þorbjörg nefnir - en mig langar endilega að bjóða ykkur í mat fljótlega t.d. 21.janúar??

Það er sama upp á teningnum hjá okkur Adda - námslánin eru ekki komin inn af því að allir kennarar hafa ekki skilað þeim inn ennþá! ARGG.

Vonandi skemmtir þú þér vel á námskeiðinu Ragga mín :o)

 
At 1:18 PM, January 09, 2006, Anonymous Anonymous said...

Okei skvísur....eigum við þá að kíkja á kaffihús...eða viljið þið frestað því....bara segið til , ég á alltaf fullt af pening svo það skiptir mig engu máli ;) hehehe æ vish!!
Ég er alveg til....hvað viljið þið??
Haldiði að ég hafi ekki verið að kaupa mér 3 myndbönd með Ágústu í Hreyfingu og fæ fjórða frítt....nú verður sko tekið á því fyrir framan tv-ið!!!.......djöfull verður gaman hjá grönnunum mínum!!

 
At 3:48 AM, January 10, 2006, Anonymous Anonymous said...

hehehe.. ég man þegar mútta var í ágústu myndböndunum hér áður fyrr að sprikla fyrir framan kassann!! Grannarnir eiga eftir að kíkja á þig..

en jamm.. kaffihús er alveg málið, ég er til á fimmtud.kvöldið í einn bolla, nú svo getiði líka bara komið á kaffihúsið mitt ;) hehe..

kv
Köngulóin

 
At 8:15 AM, January 10, 2006, Anonymous Anonymous said...

heyrðu já hvernig væri að prófa nýja kaffihúsið þitt!!!???
Ég er sko meira en til í það....og kannski eina helþí sneið af köku ;)
Hvað segir Hillaryin um þetta???

 

Post a Comment

<< Home