Líður að jólalokum
Sælar elskurnar. Nú eru þessi blessuðu jól að verða búin :( alltaf svolítið skrýtin tilfinning sem fylgir því. En hvað um það, við skellum okkur í bíó annað kvöld er það ekki, ekki nema Hildur okkar sé bara flutt til Hólmó.. :o)
Svo eru það tónleikarnir frábæru á laugardaginn sem ég hlakka svo til að fara á, búin að sækja miðana og bara eftir að kaupa mér ginpela, þá er ég sátt! Á maður ekki að fá sér aðeins í tánna svona til að njóta tónlistarinnar enn betur!
Verðum í bandi varðandi bíóferðina annað kvöld skussurnar mínar
kv ÞIÞ

1 Comments:
hæ góða skemmtun í bíó ;) ég verð í staðinn á stjórnarfundi hjá minni yndislegu sunddeild! ... en tónleikarnir ég er líka farin að hlakka mikið til :) Viti þið klukkan hvað húsið opnar? ég verð nefnilega á þjálfaranámskeiði til klukkan 19.30!! frá 8 um morguninn!! og ég þarf nú aðeins að ná að koma mér heim í önnur föt og svona áður en ég mæti, en ég get nú líka kannski fengið að fara fyrr af námskeiðinu ef þetta er eitthvað tæpt. Ég verð bara edrú á tónleikunum er komin í svo massa átak ;)og svo er námskeiðið aftur á sunnudeginum frá klukkan 8.00 ... heyrumst
Ragga
Post a Comment
<< Home