Sumarbústaðaferð :D
Sælar pjöllulingar!
Hvað segist á bæjunum?? Eru ekki allar sammála því að við þurfum öll að fara að gera e-ð skemmtilegt saman!
Við Hildur vorum nebbla að skipuleggja sumarbústaðaferð í Miðhúsarskóg fyrstu helgina í mars 3.-5. mars. Helgin kostar 12.500.-kr svo þetta er ekki mikill kostnaður.
Áætlun er að leggja af stað um 6 leytið á föstudeginum svo við gætum átt kvöldið í pottinum með rauðvín og öllara í annarri ;)
Annars kemur þetta betur í ljós þegar nær dregur hvenær verður lagt af stað. En allavegana eru ég, Snorri, Hildur og Addi búnað ákveða að við förum en við viljum endilega að þið komið með Þorbjörg, Sölvi og Ragga!!
Ég mun sjá um að panta bústaðinn eftir helgi svo það væri gott að fá svar hvort þið vilduð koma með eða ekki. Það er ekki nema 1 og 1/2 klukkutími í keyrslu svo það er stutt að fara.
Og þar sem þetta er með rosa góðum fyrirvara þá ættu allir vonandi að geta gert plön framm í tímann svo þeir komist með :) nó exskjús ;) hehe
En annars er bara allt fínt að frétta af mér og okkur. Róleg helgi framm undan þar sem jólin voru svo oggu pínu mikið dýr svo það er frekar lítið í veskinu:(
Annars er ég alveg svakalega fúl því við vorum búnað plana 3.vikna mallorca ferð í sumar fyrir gjafabréfin sem ég fékk í jólagjöf og ætlaði að panta það í dag hjá Plúsferðum þar sem Icelandair á það en ..........nei þá var tilkynnt að ég gæti því miður ekki pantað hjá þeim út á bréfin því Icelandair seldi Plúsferðir í vikunni!!!!!!!!!!!!!!!!!!!.............svo þar fór mallorcaferðin mín...OG BRÚNKAN!!!!!!!!!!!!!!!!!! GAT ÉG EKKI DRULLAST TIL AÐ PANTA MÉR Í SEINUSTU VIKU!!!! ARRRRRGGGGG
Svo nú er bara að reyna að finna aðra ferð á svipuðum tíma og við vorum búnað fá frí......ætli við endum ekki á Barcelona????
En skvíslíngar......endilega tékkið hvort þið komist ekki með okkur í bústaðinn.
Kveðja
Lofthæna sem fer að springa

4 Comments:
Hæhæ jú ég er sammála um að við verðum að fara að hittast aftur og gera eitthvað skemmtilegt hvort sem það verður að fara í sumarbústað eða eiga kvöldstund saman. Ég er ekki alveg viss um að ég komist í bústað þessa helgi út af skólanum vegna þess að ég þarf að halda tvo fyrirlestra í vikunni á eftir :( en ég er samt alveg til í að fara í bústað en kannski frekar þegar sól fer að hækka og skólinn að klárast ...
Enn leiðinlegt með ferðina ykkar´, vesen á þessum fyrirtækjum að vera að kaupa og selja svona endalaust hehe ... en já þið verðið bara að vera dugleg að skoða netið og finna aðra ferð, pottþétt alveg hellingur í boði :D
heyrumst!
Ragga ... sem gengur ekkert í áramótaátakinu :(
hellú asnalegt þetta með ferðina! en þið eigið eftir að skemmta ykkur vel á bcn thats for sure... og hver veit nema dagga leinist þar*??? :)
svo vorum við 4chicks líka að spá í að fara í bústaðarfer! en það er ekkert komið á hreit svo sem, sigrún ætlaði að ath það! oh við hugsum svo eins hihi
kv dagga
Hæbb Ragga...sko sumartímabilið í bústuðunum byrjar í maí svo það er vonlaust fyrir okkur að fá bústað þá og framm á haust. Og í apríl þá eru páskarnir og þá er ekki hægt að fá bústað og líka fermingar og sollis í gangi. Svo mars er eini mánuðurinn sem gengur svo það sé hægt að fara. En hvernig eru þá helgarnar 17-19 mars eða 24-26 mars fyrir ykkur ef hin helgin er alveg vonlaus???
Það skiptir engu máli fyrir okkur hvaða helgi í mars það verður, bara að það verði sem flestir ef ekki allir sem komast með!!
Vorum bara að hugsa að þetta væri ekki nálægt mánaðarmótum þegar enginn á pening.
En við erum sennilega á leið til Rimini í 2 vikur...ætlum bara að geyma gjafabréfin svo við getum farið á einhvern sólarstað! :D
Hefur þú ekki farið þangað Ragga?
Kveðja Sonja
jæja loksins búin að athuga þetta, ég er upptekin 16-19 mars og svo síðustu helgina 29 - 31 mars... þannig að ég ætti að komast í bústað helgina 18 -19 en mig langar bara að gista eina nótt, helst föstudag yfir á laugardag svo maður geti notað sunnudaginn í lærdóm :)...
Ragga
Post a Comment
<< Home