Allt er vænt sem vel er grænt!
Sælar stelpur mínar.
Ég er vissulega á lífi og át ekki yfir mig af hákarli, hrútspungum og súrmeti um síðustu helgi. Ég fór aftur á móti á virkilega hressandi og skemmtilegt þorrablót á Ströndum og skemmti mér rosalega vel!


Já svona skemmtum við okkur í sveitinni!
Annars heyrði ég eitthvað kvart um síðuna þannig að ég lagaði tenglana og breytti útlitinu aðeins - vona að ykkur líki það vel :o) Sonja og Snorri komu í indælt kaffi til mín og Brynjars á föstudaginn og spjölluðum við um heima og geima. Ætlunin er að fara í sumarbústaðarferð um mánaðarmótin mars-apríl, vonandi komast allir með.
Við fjölskyldan ætlum til Albir sem er á Costa Blanca ströndinni, rétt við Benidorm, þann 29. maí til 10. júní n.k. Hægt er að smella hér til að sjá hótelið góða. Við stefum á að fara í vatnsskemmtigarð og á sædýrasafn með piltana ungu og ætlum að leigja okkur bílaleigubíl í 5 daga og keyra um m.a. til Altea, sjávarþorpsins Calpe og kannski alla leið til Valencia.

Við hlökkum rosalega til að fara og eftir að við komum heim tekur útskriftin hennar Þorbjargar við og síðan Hamingjudagar á Hólmavík um mánaðarmótin júní-júlí :o)
Ég hlakka mikið til að hitta ykkur á fimmtudagskvöldið og finnst frábært að við ætlum að halda okkur í grænu línunni ;) Á ég að panta borð e-h staðar?
Góðar kveðjur,
Hildur.

9 Comments:
Sælar, gott að vita að þið séuð á lífi eftir þorrablót :) og nhoo maður sér að það hefur greinilega verið mikið stuð :)
og ég hlakka líka til að hitta ykkur á fimmtudaginn.. það væri kannski ekkert svo vitlaust að panta borð, vorum við ekki að hugsa aftur um Oliver?? ég kemst klukkan 19.30
líst vel á þetta stúlkur mínar og við bara smellum okkur á borð á Ola! spurning um að fá sér salat.. eða nei ansk.. slökum aðeins á þessu græna! ;) hehe..
kv
Inga
hæhæ lingar. Líst rosa vel á nýja lúkkið á síðunni ;D
Ég kemst líka sonna um hálf átta þarf sennilega að hjálpa múttu að undirbúa einn rétt fyrir saumóinn sem hún verður með.
Hled það sé sniðugra einmitt að panta borð.
Hlakka til að sjá ykkur!!!!
Hlakka rooooooosa mikið til að hitta ykkur snúllurnar mínar!! við höfum bara ekki spjalla almennilega saman í alltof alltof alltof langan tíma..
kv
Ingaló
jebbs, sjáumst hressar í kvöld á óla :-)... ég mæti klukkan rúmlega 7 ...eða hvenær var búið að panta borð?
Sælar stúlkur,
ég hringdi nú í Röggu til að stoppa hana af - hún skrifaði ,,sjáumst hressar Í KVÖLD" en þá var hún ekkert að meina í kvöld heldur annað kvöld og svo nei nei nei fimmtudaginn... hehe.
Allavega þá pantaði ég borð á Oliver kl.19.30 á FIMMTUDAGINN 16. febrúar n.k. Sjáumst hressar þá! Hlakka til.
æi hvað er þetta... maður er ekki alveg með á hreinu hvaða dagur er heheh
hehehehe mér finnst þetta brjálæðislega fyndið!!
Ings
já ég kenni sundinu um þetta.. maður er nebla sko búinn að vera svo lengi í kafi ;) hhehehe
Post a Comment
<< Home