Hafnargellurnar

Tuesday, February 28, 2006

Hvað er svo að frétta?

Sælar skvísur!
Hvað er svo að frétta af ykkur? við erum nú alveg hroðalega duglegar að skrifa hérna inn...tja eða svona hittóheldur! ;-)
... Ég er bara hérna upp í skóla eða nánar til tekið upp í HR ekki í keflavík að læra og verð ég nú bara að segja að mér líður hálf illa hérna. Hérna eru án gríns langflestar stelpur í háæluðum skóm og með uppsett hár, stífmálaðar í pilsum eða dröktum!! þannig að það að vera í sandölum og úlpu er ekki mjög töff í þessum skóla! hehe en mér er alveg sama um það, ég er að læra íþróttafræði þannig að það er leyfilegt að vera bara í jogging með teygju í hárinu :) ... en talandi um hár! ég er að fara í klippingu á morgun á annan stað en ég er vön og tja verð ég nú bara að viðurkenna að ég er hálf stressuð fyrir að mæta, ég er nú samt bara að fara til mjög almennilegrar konu sem ég þekki vel vegna þess að ég er að þjálfa strákinn hennar og maðurinn hennar er í stjórninni... en æi svona getur maður verið vitlaus og stressað sig yfir öllu :( en nú er komið að því að breyta eitthvað til í þessum hármálum, veit ég ekki alveg hvernig en vonandi verður útkoman góð....
...Kíkti svo á djammið síðasta laugardag og fór í sumarbústaðarferð með bekknum mínum síðasta fimmtudag og úff var það rosalegt, ...ekki nánar um það hérna á netinu....
... svo er þetta síðasti dagurinn í lífi mínu sem 23 ára gamallrar hnátu, kræst að hugsa sér hvað tíminn flýgur !!! ...
... en jæja nóg af vitleysu í bili... verð að fara að drífa mig í bandý!!! vei vei vei!

kveðja
Ragga

2 Comments:

At 9:41 AM, February 28, 2006, Anonymous Anonymous said...

hæhæ hóhó.. já við megum svo sannarlega setjast oftar við skriftir hér!
Annars hef ég ekki frá neinu að segja þessa dagana. frekar óspennandi mannsveskja..

ohhh Ragga þú ert svo lang elst, við erum bara smábörn!!
;o)
eeeeeen það er smá babb í bátnum, eða Bubbi í bátnum einsog Idolgæjarnir vilja orða það.. árshátíðin hjá Sölva ber uppá sama kveld og afmælispartýið þitt Ragga mín :( uhuhuhuh.. eða var það ekki 11. mars??

 
At 12:09 PM, February 28, 2006, Anonymous Anonymous said...

æææ jamms ég veit, er aldursforseti hópsins en miða við hjúskaparstöðu og heimili mætti ætla að ég væri yngst :S ENN þetta er allt að koma ... vonandi ... hitti nú einn síðustu helgi og það er aldrei að vita ... annars er ég nú ekkert að flýta mér :)

en annsans vesen með árshátíðina:( en við hittumst kannski í bænum á eftir ;) ... það koma líka fleiri partý og fleiri afmæli

kv. gamla konan!

 

Post a Comment

<< Home