Hafnargellurnar

Wednesday, February 15, 2006

"Átak", sólalandaferð og margt fleira ;)

Hæ skvísur lísur!!!!

Mikið svakalega er langt síðan að við höfum gert e-ð villt trylt saman........ég heimta brjálað tjútt á næstunni!!!
Það mætti halda að ég væri 4 barna móðir og útivinnandi + í skóla og væri alveg dauð um helgar!! neinei.....ég er bara að hugsa um mitt eigið rassgatið og þvo þvott og þessi venjulegu heimilisstörf og náttla vinna og kallinn örðu hvoru ;) og ekki er það mikið meira en það!

Já stelpur ég er orðin svakalega bjórþyrst og tjúttþyrst!!!!

Annars er það í fréttum að við erum að fara til Rimini 21.júní - 5.júlí í sól og sumar!!!!!!!!!!!
Ég byrja í fríi 19.júní - 6.júlí. Og Snorri verður á svipuðum tíma en við erum ekki búnað ákveða hvað við ætlum að gera við hálfann mánuðinn sem við eigum eftir....sennilega skreppa til Köben í des í viku í jólainnkaup ...hóst hóst........og rólegheit:)

En svo þessi blessaða sumarbústaðaferð......
Ég er búnað panta og borga bústað helgina 31.mars -2.apríl svo endilega látið mig vita hverjir ætla með því ég borgaði með visa og það kemur á næsta reikning, svo ég geti sé hvað þetta er á mann.

Nú er ég virkilega farin að hugsa um að fara í skólann, getið séð hér um hvað námið er www.snyrtiskolinn.is
er ekki alveg búnað gera það upp við mig hvort það verður núna eftir næstu jól eða næsta vor ´07. Fer eftir því hversu róleg ég verð í eyðslunni ;)
Ég finn bara núna hvað ég er virkilega tilbúin til þess að skella mér út í þetta svo við erum endalaust að reikna og hugsa því Snorra ætlar sennilega að drífa sig í kvöldskóla næsta haust svo þetta verður smá breyting á okkar heimilislífi og lúxus.

Ég hlakka alveg roslega mikið til að hitta ykkur á morgun á Oliver kl.19:30....ekki alveg örugglega allir með daginn á hreinu ;) hehe

Kveðja Sonja sem langar í skóla.

9 Comments:

At 10:29 AM, February 15, 2006, Anonymous Anonymous said...

sælar, mér líst vel á þessa fyrirhuguðu skólagöngu ykkar! það mun vissulega reyna á fjármálin en það hlýtur að reddast eins og allt annað!

hlakka mikið til á morgun og ég er til í tjúttið um helgina!! ef ég verð ógó dugleg í skriftum föstud og laugard þá er ég til í bjórinn um kvöldið og tja.. taka nokkrar klukkustundir í þynnkunna á sunnudeginum ;)

kv
Ingsarinn..

 
At 11:53 AM, February 15, 2006, Anonymous Anonymous said...

já flott hjá ykkur að ætla sér í skóla :)

og söss ekki leiðinlegt að vera að fara til Rimini eða yfir höfuð eiga sumarfrí :( ... og úff þú verður bara að láta Snorra passa veskið í Köben ;)

Já ég stið júródjamm um helgina :D ég verð að vísu bara edrú því ég er á sundmóti um helgina!!! arrrg enn ég get alveg djammað þannig...

Æi ég kemst ekki í sumarbústað þessa helgi er akkúrat á sundmóti
:( því miður...

sjáumst á morgun! ... eða hvað bíddu hvaða dagur er í dag! hehe

kv. Ragga

 
At 12:18 AM, February 16, 2006, Anonymous Anonymous said...

sko ég veit nú kannski ekki alveg með tjútt um helgina.....en við sjáum til. Ræðum það betur í kvöld.
En hvað segir þú Þorbjörg um þessa helgi í bústaðnum?? enginn séns fyrir ykkur?
Verður mótið alla helgina hjá þér Ragga??
Sí jú tú næt ;D

 
At 1:37 AM, February 16, 2006, Anonymous Anonymous said...

Hæbbz,

jamms því miður er mótið alla helgina, frá föstudagskvöldi til seinni parts á sunnudegi...

Ilmandi klórkveðja!

 
At 9:29 AM, February 16, 2006, Anonymous Anonymous said...

sælar.. já við getum rætt allt þetta í kveld en nú er ég búin að fá allt mitt verknámi og framhald fram í mars/april á hreint.. því miður er bústaðaferð ekki í boði þessa helgi fyrir mig. aftur á móti er ég búin að ráða mig í vinnu í sumar og að öllum líkindum fæ ég að vinna þriðjuhvoru helgi í stað þess að vera aðrahverja helgi sem er sniiiiiiiillllllllllld... það sukkkkkar svo að vinna aðrahverja helgi þannig að þetta er lúxus og ég get gert allt í heiminum í sumar.. :o)

síjútúnæt girls..
Ingsa

 
At 10:33 AM, February 17, 2006, Blogger Katla Jör said...

Klukk, klukk, klukk, klukk :D

Þið eruð klukkaðar skvísur hehe :)

Sorrý þið verðið bara að gefa mér einn'á'ann þegar ég kem heim :Þ

Muuuu....

 
At 3:14 AM, February 18, 2006, Anonymous Anonymous said...

ég veit varla útá hvað klukkið snýst.. á maður að segja eitthvað sniðugt um sjálfan sig!? eða hvernig er þetta eiginlega..
kv
Pungur

 
At 4:56 AM, February 18, 2006, Blogger Katla Jör said...

Já ok :) Ykkur er velkomið að segja ýmislegt sniðugt um ykkur sjálfar hihi en klukkið sjálft gengur út á að svara klukkspurningunum sem hægt er að sjá á blogginu mínu :)

Þið getið sett þetta á ykkar bloggsíðu ef þið viljið frekar eða bara sleppt þessu ef þið nennið alls ekki hehe :)

Nokkrar spurninganna eru:
1) 4 störf sem ég hef unnið við um ævina.
2) 4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur og aftur.
o.s.frv.

Kveðjur
KaJ

 
At 4:54 PM, February 18, 2006, Anonymous Anonymous said...

hæ votts up girls?? allt gott að frétta heyri ég og allt að gerast! sonja og snorri á leið í skóla bara! :) vinkona mín er í skólanum og hann er víst mjög erfiður en þú verður líka geggjað fær á þessu sviði eftir á... eftir 1 ár í einangrun! þá þarf ég að fara að velja á milli hmmm hvor er ódýrari mohoh ;)

hei voruði ekki ánægðar með silvíu nótt marr!! díííí ég er svo glaður :):):) eins og fer ekki fram hjá neinum sem les bloggið (þeir afar fáu haha)

anywaysssss skemmtið ykkur vel ég er farin að vinna :(
kv dagga

 

Post a Comment

<< Home