Hafnargellurnar

Monday, March 20, 2006

Fædd til að vinn´etta tremma í HEL!

Sælar elsku dúllurnar mínar,

æi gott að heyra að þið skemmtuð ykkur vel í bíóinu í gær. Mér þykir mikið leitt að komast ekki en life is a bitch þessa dagana! Ég mun aldrei aftur skrá mig í 9 fög og 22 einingar!! Ég er búin að skila af mér 60 síðna kennsluverkefni og er núna í æfingakennslu út þessa viku. Um næstu helgi fer ég síðan og keppi í spurningakeppni Standamanna en ef þið vissuð það ekki þá erum við Addi komin í 4 liða úrslit af þeim 12 liðum sem tóku þátt. Við ætlum að sjálfsögðu að vinna þetta tremma í hel!

Við ætlum að vera á Hólmavík í sumar og förum þangað strax eftir Spánarferðina miklu. Þið eruð allar svo ótrúlega velkomnar til okkar og við erum með góða gestaaðstöðu. Þið þurfið bara að koma með ykkur sjálf... já og góða skapið! Ég legg til veigar, húsnæði og mat. Endilega komið sem oftast, það er ótal margt að skoða og gera.

Ég er laus öll kvöld í næstu viku og vil endilega fara með ykkur á Ítalíu. Ég legg til að við förum á þriðjudags, eða miðvikudagskvöldið í næstu viku, hvað segið þið elskurnar?

Ástar- og saknaðarkveðjur til ykkar allra,
ykkar að eilífu - Hildur.

20 Comments:

At 3:04 PM, March 20, 2006, Anonymous Anonymous said...

ok stefnum að þessu.. svo er líka stemmari að fara á fimmtud.keldi,´þá hefur maður ekkað til að hlakka til og verður voða afkastaglaður:) en mán, þri og mið í næstu viku eru fínir mín vegna.. engar kvöldvaktir sem er gott mál.
Inga

 
At 12:21 PM, March 21, 2006, Anonymous Anonymous said...

Sælar og gaman að heyra í þér :D

... nei ég hafði ekki hugmynd um að þið væruð komin svona langt - en frábært hjá ykkur og já vinn'etta og tremma í hel :D

... jamms ég er sko meira en til í að heimsækja ykkur á hólmó í sumar, þurfum að skipuleggja eitthvað og ekki væru nú verra ef það væri ball sömu helgi og við komum :D en það er ekkert nauðsynlegt ;)

... humm þetta með ítalíu ég fékk sms í dag og þá var verið að tala um föstudagskvöldið... hvenær eru þið eiginlega að pæla?? ég styð líka að við förum á fimmtudegi eða föstudegi vegna þess að maður er að vakna svo helv.. snemma á hinum dögunum að maður er farinn að sofa í seinasta lagi klukkan 10 til þess að meika daginn ;)...maður er orðinn svo gamall skillurur hehehe

heyrumst!
Ragga

 
At 12:14 AM, March 22, 2006, Anonymous Anonymous said...

hæ eskurnar.....sorry að ég svaraði ekki smsinu í gær....var á haus í vinnunni og nennti því bara ekki í gærkvöldi! Þetta er eins og Kleppur geðveiki í vinunni þessa dagana...úffff
Heyriði ég kemst bara hvenær sem er svo bara ákveði þið tíma og dag og ég mæti :)

 
At 1:45 AM, March 22, 2006, Anonymous Anonymous said...

Hvað segiði bara um að stefna á föstud. getum fengið okkur einn öllara og haft dáldið gaman ;o) stemmari fyrir slíku? maður þarf náttla að nota helgina en allt í lagi að lyfta sér aðeins upp..

það er sjaldan að maður lyfti sér upp .. hehehe..

kv
Inga pungur

 
At 5:31 AM, March 22, 2006, Anonymous Anonymous said...

.. vildi bara láta ykkur vita elskurnar mínar að´við eigum borð kl 8 n.k föstud. á ítaliu. Fékk borð niðri í bás þannig að þetta verður hygge!

kv
flóin

 
At 5:55 AM, March 22, 2006, Anonymous Anonymous said...

ok flott er ég mæti :D ... og jamms það er spurning um einn til tvo öllara og smá tjútt :D

Ragga

 
At 10:41 AM, March 23, 2006, Anonymous Anonymous said...

Ohh já - ég hlakka svo til!!! :o)

kv. Hildur

 
At 3:58 AM, March 28, 2006, Anonymous Anonymous said...

Þorbjörg þú þarft að breyta linknum inn á síðuna þína í hægri dálknum...jú nó :)

 
At 6:47 AM, March 28, 2006, Anonymous Anonymous said...

Ég er búin að því... fyrir löngu síðan :o) kv. Hildur

 
At 8:02 AM, March 28, 2006, Anonymous Anonymous said...

p.s. síðan hennar Þorbjargar er bara ekkert að virka núna... hvað er í gangi? Verkfall? kv.H

 
At 10:10 AM, March 28, 2006, Anonymous Anonymous said...

ég er hætt að blogga!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! ég varð brjáluð .. sáuði ekki færsluna mína???

 
At 10:15 AM, March 28, 2006, Anonymous Anonymous said...

Hálfita-vinir hans Sölva tóku þráðinn upp á nýtt og voru að drulla yfir ykkur mínar kæru vinkonur - framhald af síðunni hans Árna - og ég varð ótrúlega reið og ákvað að hætta að blogga, þeir eru svo barnalegir og miklir fucking hálfvitar að ég fékk ógeð, eru að setja komment á okkar nöfnum útum allt með skítkasti.. barnalegir fávitar! Ég setti rosa reiða loka-færslu á bloggið mitt þar sem ég tjáði mig um þessa menn og að ég léti svona ekki viðgangast og tilkynnti þeim um leið að þetta væru valdur þess að ég ætlaði að hætta þessu bloggi.. og hana nú og hamsassa.!!

 
At 10:21 AM, March 28, 2006, Anonymous Anonymous said...

hálf-vita ekki hálfita.. sjáði bara heiftina í Ingunni.. hún er brjáluð kellan!

.. ég meina kommon.. þeir eru að setja komment frá Sölva á einhverjar heimasíður þar sem hann á að vera að tala um feita rassa, og bara fáránlegt..getur bara komið honum í vandræði!!
við urðum svo yfirmáta hneyskluð við Sölvi.. hvernig er hægt að vera svona ótrúlega óþroskaður!! Fullorðnir menn!! skil ekki svona lagað.. djö fór þetta í mig..

 
At 5:12 AM, March 29, 2006, Anonymous Anonymous said...

humm nei ég sá ekki neitt um neinn á neinum síðum ... en jamms þessir guttar eru greinilega nokkuð tja hvað skal segja! óþroskaðir lúsablésar :D

 
At 12:26 AM, March 30, 2006, Anonymous Anonymous said...

Það er naumast hvað þessir gaurar geta talað um rassana á okkur. Það gerist greinilega ekkert merkilegt í þeirra lífi fyrst þeir þurfa að vera ræða þetta!!!
Ég segi nú bara aumingja þeir!! Það sýnir það bara einu sinni enn hvað þeir eru óþroskaðir og barnalegir!!

 
At 3:32 AM, March 30, 2006, Anonymous Anonymous said...

Mér finnst það nú bara sýna þroska að þekkja fallega rassa :)

 
At 4:17 AM, March 30, 2006, Anonymous Anonymous said...

já það er rétt Addi, horfa bara á björtu hliðarnar í þessu máli. en ég vil taka það fram að það eru einungis tveir gaurar sem eru með þessa stæla.. vitleysingar og ég held þeir séu búnir að ná því að þetta er fremur barnaleg hegðun :o) hehe

 
At 4:16 PM, March 30, 2006, Anonymous Anonymous said...

Já, það er alltaf frekar fúlt þegar menn sýna svona dómgreindarleysi. Maður lenti stundum í þessu á yngri árum - að segja eitthvað leiðinlegt og vera "óvart" með skítkast út í aðila sem áttu ekkert þannig skilið. Þetta gerðist hins vegar bara á fylleríum og í dag geri ég þetta bara við leigubílstjóra... maður þroskast alltaf meir og meir.

Mér þykir hins vegar afar leitt að þú skulir vera hætt að blogga, Þorbjörg. Ég er ekki frá því að mér hafi leiðst dálítið meira í tölvunni síðan það gerðist...

Nú er ég hættur að kommenta, ætla að leyfa ykkur vinkonunum að eiga bloggið ykkar í friði :)

Bestu kveðjur,
Addi.

 
At 8:11 AM, March 31, 2006, Anonymous Anonymous said...

nei ekki hætta að kommenta, við viljum komment - við viljum komment -

en já þetta með leigubílstjórana er góður punktur, - ég hef ósjaldan verið í bíl með fullu fólki sem DRULLAR yfir leigubílstjórann og sjálf hef ég nú lent illa í því - var með stæla, blind full og gaurinn stoppaði bílinn og sagði "viltu koma þér út núna" en ég þagði hið snarasta og hef haldið mig á mottunni síðan ;o) hehehe
Addi minn við eigum þá eitthvað sameiginlegt .. ;)

hafið það gott í bústó, við ætlum kannski að kíkja á ykkur á morgun ef ég varð rosa dugleg jónka.

kv
Ingsarinn..

 
At 2:12 AM, April 03, 2006, Anonymous Anonymous said...

jæja nú vil ég fá færslu um bústaðinn :D

kv. Ragga

 

Post a Comment

<< Home