Hafnargellurnar

Monday, March 13, 2006

jæja þá er maður orðin eldri með pompi og prakt!


Jæja þá er maður búinn að halda upp á afmæli sitt með miklum endæmum... nei ég segi nú bara svona ;) ... en annars þá var þetta nokkuð fínt partý, mikið drukkið og sungið allavegana hvað mig varðar hehehe ... það er ekki að spyrja að því :D ... Eftir skrall heima fórum við svo á HRESSÓ - hvert annað- og var ég allavegana þar alveg til 6 - að ég held! ...
... ég þakka ykkur svo kærlega fyrir gjöfina, hún er rosa flott :D ...
... og Sonja til hamingju- eða segir maður það ekki - það er enginn smá munur á þér stelpa, þú lítur rosa vel út :D ... við verðum svo að vera duglegri að hóa liðið saman og endurtaka svona hittinga eða partý ... ég er aftur ein heima um páskana þannig að það er aldrei að vita nema maður endurtakaki leikinn ;) ... en jæja best að fara að læra! sjáumst og heyrumst síðar :D
kv. Ragga

23 Comments:

At 1:42 PM, March 13, 2006, Blogger Kaupmannahafnargellur said...

jiii nú man ég hvað ég ætlaði að slúðra!! Sonja það er ekkert smá fyndið að núna undanfarið hef ég hitt einn ákveðinn gaur sem byrjar á Þ... og endar á - ur!! og það er alveg merkilegt að ég held að hann sé svo feitt að rugla okkur saman... ég hef aldrei talað við hann eða neitt en alltaf á djamminu þá kemur hann til mín og bara alveg "hæ esskan!! hva seegiru !!" heheh finnst þetta mega fyndið og varð bara að deila þessu með ykkur :D

 
At 5:26 AM, March 14, 2006, Anonymous Anonymous said...

ertu ekki að grínast!!!!!!!!!!!! hehehehehehehehehehehehe...ég er í kasti með fulla biðstofu. Hvað ætli fólk haldi með mig, með smæl alveg aftur að eyrum!!! ;)
Djöfull yrði fyndið ef við myndum hitta hann saman!!!!!
Já ég er bara nokkuð sátt við árangurinn, miða við að ég fer ekkert í ræktina.....þetta er bara því að þakka að ég er hætt að drekka venjulegt kók og hætt að borða nammi á virkum dögum og borða mikið salat eins og þið hafið kannski komist að???!!! ;) hehe
Og fer snemma að sofa, sonna um 10 leytið (MIKIÐ ER ÞAÐ ROSA GOTT....nú skil ég þig Ragga mín)
Geri það nú líka stundum til að lenda ekki í nammiskápnum því þá er nammi þörfin alveg að fara með mig!
En annars takk æðislega fyrir skemmtilegt kvöld....langt síðan maður hefur tjúttað sonna rækilega...til 6.
Ég gleymdi svo að segja þér Ragga að við vorum sko búnar að ákveða að gefa þér púlsmælinn og ég fór í Hreyfingu til að kaupa hann þá mæltu þau sko ekki með þessum sem þú varst búnað segja mér frá því ef þú ert hliðina á einhverjum á hlaupabretti sem er með mæli til dæmis þá getur hann farið að rugla ykkur púlsum saman. Hún sagði að hann væri lélegur. Svo við hættum við.
En ég er sko alveg til í e-ð tjútt þegar við komust allar!!
Þangað til næst
Sonja

 
At 8:23 AM, March 14, 2006, Anonymous Anonymous said...

heyriði skvísur lísur......hefðuð þið tíma til að kíkja í bíó eitthvert kvöldið???

 
At 11:09 AM, March 14, 2006, Anonymous Anonymous said...

hæ elsku bossalínur.. ég er með hugmynd að bíómynd...´walk the line.. plíííís ekki vera búnar að sjá hana!:( þá er ég til í að fara á hana soon!

hva segirðu er þ.............ur að rugla ykkur saman, eitthvað man ég eftir þessu ævintýri hjá þér Sonja mín;o) já og hvað hét hann aftur.. Ö........ar ;o) hehehehehe ojjj ég er vond!

hvað varðar djamm um páska - ojjjjjj ég fer í fyrsta prófið daginn e. annan í páskum! annnnnnnskotinnnnnn

 
At 11:34 AM, March 14, 2006, Anonymous Anonymous said...

heheh jamms það yrði snilld ef við myndum hitta hann saman! Það er svo geðveikt fyndið að þegar hann vippar sér að mér en sér að ég horfi bara á hann eins og geimveru og þá hrakklast hann í burtu :D

... og jamms það er rosa gott að fara svona snemma að sofa, er sko LÖNGU búin að fatta það eins og þið vitið ;) og núna meira að segja þegar ég er byrjuð í einkaþjálfun klukkan 6 á morgnana þá fer ég alveg að sofa hálf tíu :D

... og nú hvaða hvaða með þennan púlsmæli... ég fór reyndar í dag og keypti mér einn en hann er reyndar stigi fyrir ofan þann sem þú ert að tala um þannig að vonandi sýnir hann ekkert nema minn púls ;)

... og jámms ég er alveg til í bíó núna fljótlega, ég er ekki búin að sjá myndina sem Þorbjörg stingur upp á

... og ojjj hvað ég vorkenni þér Þorbjörg að byrja svona snemma í prófum, ég byrja ekki fyrr en 21 eða 25 apríl - eða viku eftir páskana ... en hvenær ertu þá búin í prófum fyrst þú byrjar svona snemma???

verðum í bandi
Ragga

 
At 1:11 PM, March 14, 2006, Anonymous Anonymous said...

ég er reyndar búin snemma finnst ég byrja snemma þannig að það er ok, nema hvað að ég er í fýlu yfir því að geta ekki étið þetta fucking páskaegg í friði frá skólabókum :( suckkkkks...!! í fyrra vorum við Sölvi að dilla okkur í New york yfir páskana og það verður nú eitthvað öðruvísi núna.. össssss glatað sko!! jæja ég dilla mér bara yfir bókum í staðinn.. hammmmm..

 
At 2:12 PM, March 14, 2006, Anonymous Anonymous said...

ÞOOORRBJJÖÖRRGG!!!!!!..........Ég held að þú sért sú eina sem mannst eftir þessum viðbjóðslega viðbjóði!!!!! ojjjjjjjjjjjjjj.....jakkkkkkkk.....skirp skirp....HROOOLLLLUUURRR!!!!
Jú og kannski Dagga líka ;) hehehehe

Ég vil aldrei aldrei aftur heyra þetta nafn aftur og gerið mér þann greiða að skíra börnin ykkar ALDREI þessu nafni!!!

Greiið lilleman.....skilur örugglega ekkert í þessu að þú viljir ekkert tala við hann!! hmmm (æ vonder væ!!!!) hehehehehehehe

En í allt aðra sálma....ég er ekki búnað sjá þessa mynd svo ég er alveg til á hana svo nú á bara frú Clinton eftir að segja sitt.
En hvenær hafi þið tíma???

Djöfull er glatað að þú þurfir að vera með nefið í bókunum þegar flestir aðrir verða í súkkulaðiáti......nammi nammi. ÚFFF ég ætla sko að njóta þess að sukka þá.

Heyrðu já frábært Ragga að þú ert búnað fá þér púslmæli.....sniðugt tæki sko :)

 
At 5:55 AM, March 15, 2006, Anonymous Anonymous said...

Heyriði ég næ því ekki hvað gaurinn heitir Mr lillemann!! HAHAHAH en ég man nú vel eftir því að þið voruð að tala um hann heheh

ég er laus á fimmtudaginn og á föstudaginn og laugardaginn.... en þið væruð ekkert til í 8 bíó ?? er nebla á sundmóti alla helgina og þarf að vakna snemma :(

kv. þjálfarinn

 
At 6:39 AM, March 15, 2006, Anonymous Anonymous said...

Sko Þ...ur er mr. lilleman (jú nó væ) ekki viðbjóðurinn. Nei veistu þig langar ekkert að' muna neitt um hann.

Ég er laus öll þessi kvöld og alveg til í 8 bíó.....

 
At 7:51 AM, March 15, 2006, Anonymous Anonymous said...

Sælar elskurnar, hér er ég!

Ég er alveg rosa mikið til í bíóferð með ykkur. Þið segið mér bara hvar og hvenær ég á að mæta!

Annars væri ég líka alveg til í almennilegt spjall við ykkur, það er ýmislegt sem við þurfum að ræða elskurnar....

Ohh ég hlakka til að fara í sumarbústað eftir 16 daga - draumur í dós!

Kossar og knús - Hillary.

 
At 8:16 AM, March 15, 2006, Anonymous Anonymous said...

Hæ Hildur mín....gaman að "sjá" þig loksins hér ;)
Ég er bara til í hvað sem er ...hvort sem það er bíó eða spjall hittingur......við bara verðum að hittast alle sammen!
Ohh já ég get ekki ´beðið eftir bústaðaferðinni....!!! :)D

 
At 9:20 AM, March 15, 2006, Anonymous Anonymous said...

ég er til í bíó en það er vísó hjá mér á föstud, kannski ammli á laugard, kvöldvakt á morgun en get nú farið fyrr ef þið viljði einhvern hitting tú morró.. en sunnudagskveldið er laust hjá mínum. alveg til í 8 bíó því maður þarf alltaf að vakna alla morgna .. prump!

kv
Ingan

 
At 11:19 AM, March 16, 2006, Anonymous Anonymous said...

jæja erum við þá ekki bara að tala um sunnudaginn :) ... eru þið til í að hittast um 6 og borða saman á salatbarnum eða grænum kosti eða eitthvað svona hollt og svo færum við í bíó klukkan 8 .... hvað finnst ykkur??

 
At 12:31 PM, March 16, 2006, Anonymous Anonymous said...

heyrðu þetta hljómar alveg þrusuvel ;o) Gera þessa helgi ótrúlega skemmtilega áður en alvara lífsins tekur við.. allar næstu heglar verða viðbjóður!!

 
At 12:42 AM, March 17, 2006, Anonymous Anonymous said...

Ég er sko til í sunnudag....að borða fyrst e-ð gras og svo í bíó í popp og kók ;) HEHEHE
Ætlum við þá ekki á myndina Walk the line??? heitir hún það ekki??

 
At 3:20 AM, March 17, 2006, Anonymous Anonymous said...

júbbs það er myndin..

 
At 7:33 AM, March 17, 2006, Anonymous Anonymous said...

Ég mæti auðvitað ;) Hlakka til. kv.Hildur

 
At 7:36 AM, March 17, 2006, Anonymous Anonymous said...

Eigum við ekkert að bjóða herrunum með? Nei... ég bara spyr... ;o)

 
At 9:57 AM, March 17, 2006, Anonymous Anonymous said...

æji nei nei.. minn er búinn að sjá þessa mynd.. svo er ein okkar herralaus þannig að er ekki bara betra að sleppa þeim;) Við þurfum nú stundum að vera með svona girlí girlí kvöld.. einsog okkur einum er lagið hehehe..

er ég ógislega vond

kv
Flóin

 
At 11:43 AM, March 17, 2006, Anonymous Anonymous said...

Frábært þá er þetta ákveðið :D mæting klukkan 18 á Salatbarinn í skeifunni, er það annars ekki best og svo er það bíó ;D
... mér er alveg sama ef þið takið kallana með ;D ...

kv. Ragga

 
At 10:21 AM, March 18, 2006, Anonymous Anonymous said...

Hæbb...mér alveg sama hvort kallarnir koma með eða ekki??...kannski ekkert gaman fyrir Sölva fyrst hann er búnað sjá þessa mynd.
En ég veit að Snorri væri alveg til ef Addi væri til...???? Þeir hittast svo rosalega sjaldan kallarnir!!!
Júbb líst vel á mætingu kl.18 á Salatbarinn.

 
At 4:28 AM, March 19, 2006, Anonymous Anonymous said...

vá stelpur við erum búnar að setja met og það kannski fyrir löngu í fjölda commenta :D ... bara svona langaði að tjá mig um þetta ...

 
At 3:57 AM, March 20, 2006, Anonymous Anonymous said...

já algjört met í commentum!! en takk fyrir bíóið í gær stúlkukindur. . þetta var hressandi:)

þá er bara að ákveða næsta hitting.. spurning um að fá sér eina lummu á italiu, erum að tala um 1500 kallinn eða svo, hvað segiði um það?.. Hillary komdu með stungu um kvöld sem þú kemst og líka þið hinar.. ég er tekin á fimmtud og e.t.v á miðvikud.!

Ingsan

 

Post a Comment

<< Home