Hafnargellurnar

Sunday, April 23, 2006

Gleðilegt sumar!


Gleðilegt sumar elsku dúllurnar mínar.

Ég vil byrja á því að óska henni Þorbjörgu minni til hamingju með nýju bloggsíðuna og lýsa yfir ánægju minni yfir þessum tíðindum! Ragga mín til lukku með nýju vinnuna - þetta verður skemmtilegt sumar hjá þér :)

Nú fara Sonja og Snorri að koma heim frá Lundúnum og við bíðum spenntar eftir krassandi ferðasögu. Ég kíkti til þeirra um páskana og þau tóku ekkert smá vel á móti okkur með nýbökuðum vöfflum, súkkulaðiköku og ostum. Þau eru sannir höfðingjar heim að sækja, takk fyrir okkur.

Þorbjörg mín fer senn að ljúka þessu prófum og það styttist aldeilis í útskrift. Við Ragga eigum þá eftir að taka prófin okkar og eftir það getum við allar litið glaðan dag og tökum sól og sumri opnum örmum.

Næst er það samt hittingur á Vegamótum, Vegamótastíg 4, 101 Reykjavík - miðvikudagskvöldið 26. apríl n.k. kl.19:00. Það er ekki hægt að panta borð þannig að það er betra að mæta fyrr en seinna til að fá almennilegt reyklaust borð. Þorbjörg - ég sæki þig kl.18:45! Matseðilinn sjáið þið hér.
Sjáumst hressar og kátar - ykkar Hildur.

8 Comments:

At 1:18 PM, April 23, 2006, Anonymous Anonymous said...

þetta er æði gæði sæði ræði mæði!! get ekki beðið. ætlarðu að sækja mig? hvílík þjónusta.. :)

sjáumst hressar og sprækar á vegó.. við bara röltum á milli staða ef allt er fullt!
Ingan

 
At 3:46 PM, April 23, 2006, Anonymous Anonymous said...

Já auðvitað sæki ég þig sæta mín! Gangi þér rosalega, rosalega vel í prófinu :o) Hugsa til þín gáfulotta.

 
At 6:49 PM, April 23, 2006, Anonymous Anonymous said...

Þið hafið að sjálfsögðu rétt til að mótmæla ef þessi tími hentar ykkur illa stelpur.. :o)

 
At 1:33 AM, April 24, 2006, Anonymous Anonymous said...

Hæ gellur! Þá er ég lent á klakanum eftir svakalega fína ferð. Er nú annsi þreytt eftir lítin svefn þar sem flugvélinni seinkaði heim.....eru einhver örlög að leggjast á mig eftir frægu Köben ferð þar sem það var nú líka smá töf út líka???
En annars hjálpar nú ekki að það var lítið sofið, borðað rosalega mikið af GÓÐUM mat, hressilega tekið á því í bjórnum og labbað mikið!!
Ég hlakka svakalega mikið til miðvikudagsins og þá tek ég kannski myndavélina með til að sýna ykkur þar sem það voru teknar um ca 300 myndir...hvorki meira né minna sko;)
síja beibís

 
At 2:19 AM, April 24, 2006, Anonymous Anonymous said...

Ohh en æðislegt! Velkomin heim bara og ég hlakka svo til að hitta ykkur á miðvikudagskvöldið :o)

 
At 3:53 AM, April 24, 2006, Anonymous Anonymous said...

Velkomin heim Sonja, hlakka til að heyra ferðasöguna :) ... og náttla gleðilegt sumar allar saman :)

... jamms hittumst hressar á miðvikudaginn, ég vonanst til þess að Rúnar geti tekið æfinguna svo ég geti hitt ykkur klukkan 19.00, ég ræði það við hann í kvöld ...

Ragga

 
At 11:15 AM, April 25, 2006, Anonymous Anonymous said...

Ég hlakka alveg gasalega mikið til að hitta ykkur á morgun og ég veit að Sonja lumar á skemmtilegri ferðasögu ;o)

 
At 11:33 AM, April 27, 2006, Anonymous Anonymous said...

takk fyrir i gær stúlkur mínar, it was lovely!!.. :o)

 

Post a Comment

<< Home