Hafnargellurnar

Sunday, April 30, 2006

Mikið eru skórnir góðir :D

Sælar dömur, hvað syngur þá í ykkur?
Af mér er svo sem ekkert nýtt að frétta, er bara að lesa undir próf :( ... og talandi um það þá var ég í dag að lesa á fullu um líkams og heilsurækt sem er mjög áhugavert og skemmtilegt fag. Nema hvað eftir því sem ég las meira fékk ég nagandi samviskubit yfir því að vera að japla á kleinum á meðan ég væri að lesa. Þannig að ég ákvað að fara út og hreyfa mig eitthvað, taka mér pásu frá bókunum og smiðunum sem eru að vinna upp á þaki og gera mig vitlausa, en það er önnur saga! Jæja allavegana þá ákvað ég eftir mikla umhugsun að skella mér upp á Esju, kominn tími til að prufa nýju skóna skiluru! Þegar ég lagði af stað var þetta fína veður og ég hugsaði með mér að það væri nú ekkert svo mikill snjór í fjallinu þannig að þetta yrði bara fínt. Ferðin byrjaði síðan vel en þetta var aðeins erfiðara en mig minnti! humm en ég hélt áfram, gat ekki snúið við fyrst ég var lögð af stað... en ég hefði nú samt átt að gera það!!... þegar ég var komin á lokaáfangann þurfti ég að klofa snjó og ganga í drullu upp á kálfa, aumingja nýju skórnir :(... en upp hélt ég áfram, hugsaði með mér að þetta gæti nú ekki versnað mikið upp úr þessu, en mér skjátlaðist! þegar ég var að komast upp byrjaði að snjóa og það ekkert lítið! Ég ákvað því að setja í háa drifið og flýta mér eins og ég gæti, slökti bara á púlsmælinum því hann var farinn að pípa til að láta mig vita að ég væri komin í hámarkspúls, og hélt áfram upp. LOKSINS LOKSINS komst ég síðan upp að steini, hundblaut, skórnir útataðir í drullu og ég geðveikt pirruð yfir því hvað í andskotanum ég væri að vilja hérna upp, gat ég ekki bara skellt mér í sund!! Ég klukkaði því bara steininn og byrjaði að klöngra mér niður... vanalega höfum við Svava skokkað niður og ekki verið lengur að því en 30 mín þannig að ég hugsaði að ég kæmist fljótt í heitt bað... argg en þetta var hræðilegasta niður ferð sem ég hef á ævi minni upplifað! Snjórinn náði mér upp á hné! ég tíndi göngustígnum þannig að ég vissi ekkert hvar ég var og Mp3 spilarinn var alveg að verða batteríslaus... ææ ég er að segja ykkur það ég hef aldrei eða mjög sjaldan verið jafn pirruð út í sjálfa mig!! en ekki gat ég gefist upp þarna þannig að ég hækkaði spilarann í botn með Guns n' roses og hljóp eins og ég gat niður... Eftir snjó, drullu, á og lélegt skygni vegna snjókomu og rigningar sá ég mér til mikillar gleði fólk og göngustíginn á ný þannig að allt endaði vel :) ...

Þannig að stúlku kindur mínar, ég ráðlegg ykkur að fara ekki á Esjuna í bráð... held að það sé betra að bíða aðeins, leyfa sjónum allavegana að fara ... en mikið helvíti voru skórnir góðir ;)

Kv. Fjallageitin!

11 Comments:

At 4:28 AM, May 01, 2006, Anonymous Anonymous said...

þú ert ótrúleg Ragga!!! ég horfði uppí esjuna um daginn og hugsaði með mér " glætan að maður fari strax, það er svo mikill snjór" og þú lést þig hafa það.. fjúff ég kalla þig góða, þú hefðir getað lent í vandræðum þarna uppi geitin mín.. hehe

dugleg ertu!! og það í miðjum prófalestri..

kv frá Ingu í ritgerðarham.

 
At 4:30 AM, May 01, 2006, Anonymous Anonymous said...

Vá Ragga þú ert ekkert smá dugleg......þrjóskan greinilega á sínum stað þarna í hlíðunum ;) Ég skal alveg vera róleg með að skella mér á Esjunua, hef verið það í ca. 10 ár frá seinustu skraulegu ferð svo ég get alveg beðið lengur ;) hehehe
Er annars búnað hafa það bara sjúlega gott yfir helgina, laugardagur var sko eitt stikki leti, tær upp í loft og svo í gær þá skelltum við okkur í Miðhúsaskóg til mömmu og pabba sem eru þar og þar fórum við í pottinn og rosa góðann mat, bara kósí heit. Svo ég get ekki sagt annað en að það sem ég borða það fær bara að vera á sínum stað þessa dagana :/ :D
Erum alveg veik núna okkur langar svo að kaupa okkur grill, eftir grillboð sem við fórum í á föstudagskvöld.....nammi nammi namm!!!! Svo ég hugsa að við skellum okkur í búðir í dag að skoða og vonandi kaupa ef það er e-ð opið í dag.
Kveðja Sonja

 
At 5:04 AM, May 01, 2006, Anonymous Anonymous said...

Ragga þú ert hetjan mín! Vá vá og húrra fyrir þér! Ég hef einmitt lent í því að vaða svona í snjó og það er ekkert smá púl - mikið erfiðara en að labba venjulega. Þú hlýtur að hafa verið afar stolt þegar þú varst búin að klukka steininn og komin í heitt bað :o)

Já við Brynjar fórum í heimsókn til Þorbjargar í gær og það var voða kósý (fyrir utan rotið hans Brynjars, þetta barborð er stórhættulegt!) Brynjari leið samt svo vel að hann tók nettan fegurðarblund!

Já Sonja ég mæli sko með því að eiga gott gasgrill - við grillum allt árið um kring, voða gott og gaman og góð fjárfesting. Það er alltaf verið að auglýsa grill á góðu verði núna. Fínt fyrir undankeppnina í Euro... ;) þegar við komum til ykkar!! hehe

Hafið það gott elskurnar! Mússí múss.

 
At 7:14 AM, May 01, 2006, Anonymous Anonymous said...

já það er ekki öll vitleysan eins!! hehehe og ekki nóg með það þá vaknaði ég í morgun að drepast úr stengjum í rassinum en ég ákvað samt að skella mér í hreyfingu, eftir að ég var búin að hita upp fann ég ekki lengur fyrir neinu þannig að ég skellti mér bara í spinning með Ágústu :D og úff núna þá svíður mig í rassinn!! heheheh en þetta er samt gott vont ;)

já ég styð þig Sonja í að kaupa grill svo maður geti komið og grillað með ykkur í sumar, það væri nú ekki slæmt :)

...en humm er undankeppnispartý hjá Sonju þann 18 ? :D

Hafið það gott
heyrumst
Ragga

 
At 8:36 AM, May 01, 2006, Anonymous Anonymous said...

Já ég er allavega búin að ákveða það :o)

 
At 12:20 PM, May 01, 2006, Anonymous Anonymous said...

heyrðu flott mér líst vel á það :) ... þá er bara spurning hvað húsráðendur segja :D

kv. Ragga

 
At 2:21 PM, May 01, 2006, Anonymous Anonymous said...

heyrðu já Sonja mín það er nauðsynlegt að eiga gasgrill, allavega höfum við notað okkar þvílíkt mikið!!!!

Ragga þú ert algjörlega snar... spinning eftir þessi herlegheit!!

Ingz..

 
At 1:31 AM, May 02, 2006, Anonymous Anonymous said...

Já skvísis...það er sko kveðið að það er júróhittingur hjá okkur 18.maí!! Var reyndar búnað gleyma þeirri ákvörðun hehehe
En við erum sko alveg til!
Vona að grillið verði komið í hús þá....vorum á fullu í gær að skoða og eigum eftir að fara á einn stað í viðbót. Djöfull eridda dýrt marr!!! Fundum eitt ódýrt en það var sko fyrir míní mí!...það var svo lítið og lágt.
Kveðja Sonja

 
At 3:28 AM, May 02, 2006, Anonymous Anonymous said...

já þetta er ekkert ódýdrt nema þessi pínu litlu fyrir míní mí..:) svo detta stundum tilboð þegar líða tekur á sumarið.

en frábært.. þá verður bara júróhittingur hjá ykkur þann 18. mai, fínt að hita upp.. og þó svo að silvía Niggghhhht komist ekki áfram þá verðum við samt í stuði!! :)

 
At 4:01 AM, May 02, 2006, Anonymous Anonymous said...

Frábært að heyra að það verði hittingur hjá Sonju og Snorra þann 18 :) já já við verðum pottþétt í stuði hvort sem Silvía verður með eða ekki ;)

Ragga

 
At 2:03 AM, May 03, 2006, Anonymous Anonymous said...

Það er allavegana pottþétt að Silvían verður með 18 en spurning með 20???
Ohh ég hlakka rosa til !!! ;D

 

Post a Comment

<< Home