Hafnargellurnar

Tuesday, April 18, 2006

Stelpuuuuuuur..

Hvaða hvaða, á ekki að farað koma með einhverjar fréttir hér, bloggið okkar fer að deyja drottni sínum ef áfram heldur sem horfir. Koma svo..

Allavega, ég er í rpófalestri, n.k mánudag kl 12 lýkur prófatörn minni, fleiri próf verða ekki tekin í hjúkrunarfræðinni þar sem þessu fer senn að ljúka öllu saman. .. Það virðist sem ég nái ekki að festa það í mínum litla og pervisna heila hvenær þið (Hildur og Ragga) eruð búnar í prófum, ég hef eflaust spurt ykkur þúsund sinnum ef ekki oftar. Mig langar nefninlega að farað skipuleggja einhvern hitting. Já og Sonja mín.. hvenær ertu aftur að fara í allar þessar ferðir?. London, NY, Ítalia.. ég man nú nokkurnveginn hvenær þú ferð til ítalíanos. Ég er ekki meiri límheili en þetta, get ekki munað dagsetningar!!


já og svo er það að frétta að við Sölvi ætlum að skella okkur i rómantíska helgarferð, eða rúmlega helgarferð, til Stockholms dagana 26. mai til 31. mai, ég var að fikta á Iceland Express vefnum svona til að drepa tímann í prófalestrinum og láta hugann fljúga eitthvert áleiðis því útlandaþörf mín þessa dagana er meiri en gengur og gerist held ég.. jæja. og hvað.. stelpan hittir á ferð akkúrat þessa daga til Stockholms þar sem flugfarið kostar 2000 kr eða 4000 kr báðar leiðir sem gera heilar 8000 kr fyrir okkur bæði fram og til baka! Æðri máttarvöld hafa hagað málum svona held ég.. þetta var sannkölluð heppni. Við stukkum á þetta, fundum hótel og til Stocholms förum við og njótum lífsins.!! er þetta ekki lovely.. ;)

Hann Brynjar litli var að láta fikta í augunum sínum í dag og við gefum honum góða strauma,
elsku Brynjar láttu þér batna fljótt og vel, það er ekkert gott að láta svæfa sig og fikta svona í sér.

jæja..
Nú hugurinn horfir á glósubankann,
hvílíkt próf sem mín bíður.
Ég sit því sveitt með þungan þankann
æ góða, þetta líður.

Ingsan ykkar kveður í bili :)

16 Comments:

At 9:17 AM, April 18, 2006, Anonymous Anonymous said...

Já við erum orðnar annsi lélegar í skrifunum hérna, þurfum að taka okkur á!!
Sko ég er að fara ekki á morgun heldur hinn til London (20.apríl-23.apríl) svo fer ég 21.júní-5.júlí til Ítalíu komum heim aðfaranótt 6.júlí, og svo er NY um miðjan sept, veitiggi alveg hvenær held samt frá 13.sept-17.sept??? og Köben í nóv/des????......
Mætti sko halda að ég skyti peningum!!! hmmmm......

Mig er sko virkilega farið að langa í einn hitting áður en þið hverfið oní bækurnar!! Er það einhver möguleiki?
Ég var nú fyrir löngu búnað lofa að bjóða ykkur í hinn fræga Enchiladas rétt!! :/

Annars er voðlega lítið að frétta af okkur. Við höfðum það bara svakalega gott og kósí um páskana og maður var sko ekki tilbúin að vakna í morgun til að mæta í vinnuna.
En þið heppin með Svíja ferðina....ekki spurning að skella sér á svona tilboð ef maður getur. Það er mjög fínt í Svíþjóð, fórum þangað í fyrra í stutt stopp.....mjög eftirminnilegt flug þangað!!!

En hvað segiði skvís um hitting á næstunni???
Kveðja
Fúsi flakkari ;)

 
At 2:01 PM, April 18, 2006, Anonymous Anonymous said...

Sælar elskurnar. Já ég er alltaf á leiðinni að skrifa hingað inn.

Takk fyrir góða strauma og fallegar hugsanir. Brynjar minn er nú kominn heim og liggur í móki og sefur. Ég mun vera heima með honum fram yfir næstu helgi.

Gott að þér gekk vel í fyrsta prófinu þínu Þorbjörg mín - það fer aldeilis að styttast í útskrift!

Ég byrja í prófum 8. maí og er búin þann 12. maí. Ég vil auðvitað hitta ykkur fyrir þann tíma og get gefið mér tíma hvenær sem er (eða svona nokkurn veginn). Nefnið bara tíma sem hentar ykkur vel.

Góða fer út Sonja mín, heyri í þér áður en þú ferð!

Hvar er Raggan?

Kossar og knús, ykkar - Hildur

 
At 2:43 PM, April 18, 2006, Anonymous Anonymous said...

Sælar svísur ég er hér :D

Vá Sonja hvað ég öfunda þig af öllum þessu flakki :( og góða ferð og góða skemmtun...

Já til hamingju Þorbjörg með að vera búin með eitt próf... koma svo þetta er alveg að verða búið ;)

já ég vona svo sannarlega að Brynjar litli jafni sig fljótt á þessu, ég sendi honum góðar hugsanir :) ...

Annars er það að frétta af mér að ég saggði bara já við vinnuskólann! þannig að ég verð að vinna sem flokkstjóri yfir 10. bekk í unglingavinnu í sumar... æi þetta er smá tilbreyting frá malbikinu og stikunum!!!! en það er eitt vandamál að vinnan byrjar ekki fyrr en í byrjun júní en ég er búin í prófum 10. maí þannig að ég verð í fríi í 3 vikur!!! sem ég veit eiginlega ekki hvort ég eigi að gleðjast yfir eða ekki, ég er alveg bundin sunddeildinni á þessum tíma og get því ekkert farið nema í hreyfingu sem er svo sem ágætt hehe ;)

já við veðrum að fara að hittast fljótlega, ég er til í hitting í næstu viku, bara eftir að sonja er komin heim :)

heyrumst
Ragga

 
At 3:05 AM, April 19, 2006, Anonymous Anonymous said...

jæja elskurnar.. gott að heyra að þið séuð allar hressar og sprækar, enda ekki við öðru að búast. Sonja mín góða ferð út og skemmtu þér nú vel í London.!!

Það væri e.t.v. a ráð að hittast aðeins og spjalla um lífið og tilveruna áður en þið hinar byrjið í prófum, kannski næstu viku einsog Ragga bendir á :o) þá fáum við líka ferðasöguna hennar Sonju beint í æð.. híhí..

pælum í þessu girlís.

ingan

 
At 4:35 AM, April 19, 2006, Anonymous Anonymous said...

Já ég er sko alveg spræk í næstu viku fyrir hitting með ferska ferðasögu. Eina kvöldið sem er planað hjá mér er laugard 29.apríl og ég hugsa að ég verði dolítið þreytt á mánudagskvöldið því við lendum svo seint...en hin kvöldin eru alveg laus:)

Ég las greinilega mjög hratt yfir greinina þína Þorbjörg því ég tók ekkert eftir því að þú værir að segja frá prófunum þínum :/
En frábært að þessu fari að ljúka loksins hjá þér. Gaman þegar það er hægt að horfa á bækurnar og glósurnar og hugsa að maður þurfi aldrei aftur að líta í þetta (hugsa samt að þú þurfir nú eflaust að nýta þér þær e-ð í starfinu??) þetta er ekki eins og MS glósurnar sem fóru í einn stórann svartann og beinustu leið út í tunnu!!! :)

Ég vona að hann Brynjar okkar hafi það gott í dag eftir svæfinguna og það í gær.

En mér líst nú bara vel á það að þú Ragga farir að vinna með krökkunum í sumar.....góð tilbreyting frá ruslinu og gulu málningunni í Vegagerðinni;)´
Mér finnst nú bara í góðu lagi að þú slakir á í þessar þrjár vikur....þú gerir nú ekki mikið af því svo væ nott!!!!???

Kveðja flakkarinn

 
At 5:04 AM, April 19, 2006, Anonymous Anonymous said...

... já það er kannski bara rétt hjá þér að ég eigi bara að slaka á, var líka að fjárfesta í gönguskóm þannig að ég get byrjað að labba upp á fjöll - gæti dundað mér við það :D

en mér líst vel á hitting næsta miðvikudag, fer í próf á laugardeginum þannig að maður verður örugglega orðinn nett stressaður á fimmtudegi og föstudegi....

Hvað segi þið um það, miðvikudagurinn 26 apríl???

og aftur góða ferð út Sonja :D

heyrumst!

 
At 6:00 AM, April 19, 2006, Anonymous Anonymous said...

Takk Ragga mín....:D
Já ekki spurning Ragga bara sláissu í kæruleysi og binda á sig gönguskóna;D

En ég er sko til á miðvikudeginum 26.apríl. En viljiði þá kíkja á einhvern kósí stað í salat eða??

 
At 7:33 AM, April 19, 2006, Anonymous Anonymous said...

já Ragga mér líst þvílíkt vel á þessa vinnu, og því ekki að slaka aðeins á í mai.. maður lifir bara einu sinni ;o) hehehe.. þetta sagði hún Hildur stundum þegar við vorum í MS..

en allavega.. miðvikudagurinn er helvíti góður bara, alveg magnaður!

hvað varðar gönguskóna.. Ragga mín, þú verður að labba uppá kerlingu á Hvenneyri!! O mæ goooooooooooood.. ég labbaði þangað upp í fyrrasumar og ég er enn að jafna mig.. shiiiit.. ég hélt án grins að ég myndi bara deyja á leiðinni.. algjörlega... bara andast í miðri fjallshlíðinni..!!!! fjúffí fjúff.. esjan er pís of keik miðað við þetta helvíti.. já og ég meina það!

´verðum í bandi girlí girls.. :o)

bæbæbæ
Ingaló

 
At 7:35 AM, April 19, 2006, Anonymous Anonymous said...

Oh já mér líst rosalega vel á hitting í næstu viku. Miðvikudagskvöldið 26. apríl hentar mér mjög vel! Eigum við að hittast heima hjá ienhverjum og leggja í púkk fyrir mat eða fara á einhvern stað? Hvað segið þið elskurnar? Kv.Hildur.

 
At 7:41 AM, April 19, 2006, Anonymous Anonymous said...

nei nei ég er að rugla.. kerling heitir það ekki heldur Skessuhorn!!! skelli mynd af því við tækifæri..

 
At 8:24 AM, April 19, 2006, Anonymous Anonymous said...

Hehe já ég set bara sem markmið Þorbjörg að fara upp á það fjall :)

Mér líst vel á hugmynd Hildar að leggja í púkk og hittast heima hjá einhverri

Eigum við þá ekki bara að negla miðvikudaginn vegna þess að við komumst allar þá...


og það er rétt hjá ykkur að maður lifir bara einu sinni og því um að gera að njóta lífsins ;)

jæja heyrumst ætla að trítla í nýju skónum á æfingu :D

kv. Ragga

 
At 9:19 AM, April 19, 2006, Anonymous Anonymous said...

Ég er til í að hittast heima hjá einhverjum, einhverjum öðrum en mér! En svo er ég líka alveg til í að fara á einhvern stað t.d Vegamót, 101-Hótel, Red Chili eða eitthvað. http://www.vegamot.is/matsedill.asp
http://www.redchili.is/
http://www.101hotel.is/

Hvað segið þiðÐ kv.Hillary

 
At 9:50 AM, April 19, 2006, Anonymous Anonymous said...

já hvað segiði um að setjast á vegamót.. er ekki alveg dýrindismatur þar? .. Til í hvað sem er.. mér finnst bara svo gaman að komast eitthvað út :P

 
At 1:38 PM, April 21, 2006, Anonymous Anonymous said...

já það er satt hjá þér maður fer voðalega lítið út þannig að ég er alveg til í hittast á vegamótum :)

kennarinn...

 
At 1:16 PM, April 22, 2006, Anonymous Anonymous said...

Þá er það bara ákveðið er það ekki? Á ég að panta borð? Ohh ég hlakka svo til! Kveðja Hildur (sem er voða dugleg að læra :o)

p.s. er að horfa á Eurovisionþáttinn á Rúv og er alveg í Euro-fílingnum!! La la la la..... :Þ

 
At 5:38 AM, April 23, 2006, Anonymous Anonymous said...

já endilega.. hvernig væri bara að skella sér á vegamót, held að það sé bara ansi fínt!!

.. ég er komin í þokkalegt eurostuð stelpur.. ;)

já og ég er komin með blogg elskurnar.. híhíhíh.. aftur, þetta var ómögulegt, maður verður að hafa heimasíðu, það tilheyrir því að vera nútímakona ;o)

Inga

http://www.ingutetur.blogspot.com/

endilega kíkið á ingutetrið sem er nú reyndar ósköp fátæklegt núna, á eftir að pússa það aðeins og punta.

 

Post a Comment

<< Home