Hafnargellurnar

Sunday, May 14, 2006

Fréttir af Röggu ;)

Sælar skvísur :D
Nú styttist í hitting og Eurovision, ég veit eiginlega ekki hvort ég sé spenntari fyrir keppninni eða því að opna mér ískaldan bjór hummm. En allavegana þá langaði mig að segja ykkur frá því að ég fékk þá flugu í höfuðið að breyta herberginu mínu, láta það líta meira út eins og ég væri nú 24 ára en ekki 14 ára!!! Ég byrjaði á því að pakka öllum svína og bansa styttum ofaní kassa því ég tími ekki alveg að henda þeim strax!, veit ekki af hverju enn... og svo ákvað ég að kaupa mér hvítt rúmteppi og púða svo ég gæti nú losað mig við fermingarteppið og bangsan góða sem er búinn að vera á úminu lengi... þegar ég var búin að þessu sá ég að rauði liturinn á veggjunum passaði engan vegin við nýja teppið þannig að ég dreif mig í dag og keypti nýja málingu, pabbi sagði að þetta væri sami liturinn og væri á sundlaugum en ég er ekki sammála því :) mér finnst hann voða notalegur... kannski er það vegna þess að hann minnir mig á sundlaugina.... Þannig að núna er herbergið mitt orðið voða flott, þið takið það út þegar þið mætið í partý í sumar ;)
... svo er annað að frétta að ég er byrjuð í einkaþjálfum hjá Lindu aftur og líkar mér stórvel við hana. Ég er hjá henni 3x í viku þannig að nú mun ég komast í hvað sem ég vil þegar ég fer og endurnýja fataskápinn minn í Köben í lok ágúst :D vei vei vei...

Fleira var það ekki ...

Sjáumst
Ragga

25 Comments:

At 2:58 AM, May 15, 2006, Anonymous Anonymous said...

En frábært! Hlakka til að sjá herbergið þitt, það er svo ótrúlega gaman að breyta aðeins til ;o) Frábært hjá þér að drífa þig í einkaþjálfun - þú ert svo dugleg.

Hlakka rosalega til að hitta ykkur á fimmtudaginn!

kv.Hildur

 
At 3:08 AM, May 15, 2006, Anonymous Anonymous said...

æðislegt.. ég var á tímabili ALLTAF að breyta herberginu mínu !!! en ég hlakka til að sjá þitt.. þetta er nú hálfgerð íbúð bara.

Get ekki beðið eftir euróinu.. ginið og allt.. þetta bíður eftir okkur ;o)

kv
Inga

 
At 6:08 AM, May 15, 2006, Anonymous Anonymous said...

heyriði hvernig eigum við að hafa júróhittingana, eigum við að koma með eitthvað snarl eða borða saman eða hvað finnst ykkur. Sko á laugardaginn er ég að láta greyin mín synda 12 tíma maraþon og er það ekki búið fyrr en kl. 19.00 og þá á ég eftir að græa mig til... þannig að ég verð örugglega ekki komin fyrr en í fyrsta lagi kl 19.30 til Þorbjargar :/ en ef ykkur langar að borða þá gerið þið það :D

Sjáumst
Ragga

 
At 9:27 AM, May 15, 2006, Anonymous Anonymous said...

Hæhæ...mikið líst mér vel á að þú hafir tekið breytingar kast:) ekki það mér hafi líkað illa við hitt en þá var bara komin tími. Hlakka sko roselga til að sjá nýja lúkkið. En ég trúi ekki að elskan mín á rúminu sem ég dottaði á meðan við vorum að "reyna" að horfa á videó hafi verið látinn fjúka;D hann fer bara í barnaherbergið þegar sá tími kemur.
Ég er nú voðalega forvitin að vita hvenirg þessi sundlitur er ???

En hvernig viljið þið hafa þetta á fimmtudag skvísur?? Ég held mér sé að takast að fá kallinn til að kaupa grillið á morgun (þriðjudag) svo þá gæti verið annsi mikill hiti á bænum og hægt að skella þá einhverju fljótlegu á það;) eða þá gert e-ð annað?? hvað viljið þið?

En með laugardag þá komumst við hvenær sem er svo við erum til í hvað sem er!!!

Ég er orðin svo spennt yfir fimmtudag og laugardag, veit svo sum ekki hvort það sé út af júró heldur bara að sjá ykkur og fá mér í tánna hmmmmm....eða kannski betra að segja í tærnar!!! því ég ætla sko að skemmta mér ógeðslega vel SKILURU!!! :D

TRALLALALLALA.....

Kveðja hin þyrsta!!!

 
At 1:39 PM, May 15, 2006, Anonymous Anonymous said...

úff ég ákvað að skella Dísu á haugana og er ekki laust við að það hafi komið smá tár :/ en hún er svo sannarlega búin að skila sínu og styðja við bakið mitt í gegnum súrt og sætt heheeh ég skal bara taka mynd af veggnum og sýna ykkur híhíhí :D

later þáttur um tónlist blökkumanna er að byrja og ég má sko ekki missa af því :D

 
At 2:23 PM, May 15, 2006, Anonymous Anonymous said...

Ragga mín.. mér datt þú í hug um leið og ég heyrði þennan þátt auglýstan, þ.e um tónlist blökkumanna! Ég held svei mér þá að þú hafir verið syngjandi blökkukona í fyrralífi!

Hvað varðar júróið.. það getur verið að Hillan okkar og hann Addi ætli að halda partýið, ekki alveg kveðið, en hann Sölvi þarf að vinna júróhelgina :( :( :( :( okkur þykir það svo leiðinlegt en huggum okkur við stockholmsferðina. Já, svona er þetta nú.. en hvar sem partýið verður haldið.. ég ætla að fá mér suddalega í tánna, drekka nóg af gini og grínast með ykkur elskurnar mínar..
við verðum að hugsa vel og vandlega til hillunnar okkar á morgun! jaxlaúrtakan!

sjáumst hress á fimmtó.

Þorbjörg

 
At 4:17 PM, May 15, 2006, Anonymous Anonymous said...

Ragga blökku-söngva-kvenndi hehe :o)

Hentirðu bangsanum þínum, í alvöru?

Já hér verður sko mikil gleði og mikið gaman, opið út í garð og sannkallað partý-baðherbergi sem allir komast inn í á sama tíma! Gin & tónik, Eurotónlistin ómar um húsið og gott fólk sem dansar, spjallar og hlær.

Þá er bara að bíða eftir að þessi jaxlataka fari vel fram og allt grói vel!

 
At 5:22 AM, May 16, 2006, Anonymous Anonymous said...

Elsku Hildur mín vonandi mun þessi jaxla taka vera ekkert mál og þú verðir tilbúin í slaginn á laugaradag í sukk og svínarí því við ætlum að dansa af okkur rassinn og skóna og vera í brjáluðum fíling!! :D

Ragga henturu Dísu!!!??? hvernig tímdiru því??? hún sem er búnað sitja þétt við bakið þitt í mörg ár og svo fer hún bara á haugana:/ hehehe.... æjæj greiið Dísa.
Ég hélt að maður ætti alltaf að geyma bangsana sína.

En görlís ekki á morgun heldur hinn ;) bæjó

 
At 6:07 AM, May 16, 2006, Anonymous Anonymous said...

æi ekki koma inn mórali hjá mér :/ hvar átti svo sem að geyma greyið, hún var búin að sinna sínu og nú var hennar tími komin... ahh svoldið illa sagt en ég á margar myndir af henni :)

Líst mjög vel á júró hitting hjá Hildi :D og söss! hvers þarf Sölvi greyið að gjalda að vera að vinna þetta kvöld, aumingja hann :/ en það þarf víst einhver að segja okkur úrslitin í fréttunum :D

Sjáumst sprækar
syngjandi blökkukonan!! hehehe

 
At 6:12 AM, May 16, 2006, Blogger Hildur said...

Ég var að koma heim úr endajaxlatökunni miklu og er nú laus við hvorki meira né minna en 4 stykki jaxla!! Munnurinn á mér er fimmfaldur og ég get varla kyngt og alls ekki talað. Vildi bara láta vita af mér. Nú fer ég að sofa...

 
At 6:12 AM, May 16, 2006, Blogger Hildur said...

Takk fyrir allan stuðninginn stelpur, þið eruð bestar... langbestar!

 
At 6:13 AM, May 16, 2006, Anonymous Anonymous said...

já hvers á hann að gjalda, hann er reyndar ekki að vinna um kvöldið, getur horft á euróið en vakna snemma daginn eftir :/ .. ekkert tjútt og trall hjá honum!

já djö.. við ætlum að dansa af okkur hælana á skónum einsog Sonju tókst að gera á sínum tíma .. var það ekki menntaskólaball sem hún labbaði út einsog önd! hælarnir bara farnir.. hehehehe;o)

hlakka til að hitta ykkur´ungarnir mínir.

p.s Var Dísa ekki svört og hvít á litin? þá held ég að ég muni eftir heni..

kv
Ingan

 
At 8:30 AM, May 16, 2006, Anonymous Anonymous said...

Æ flott Hildur mín að þetta er búið...vertu bara dugleg að kæla þetta. Það virkar rosalega vel, ég á litla kælipoka heima sem eru rosalega góðir fyrir þetta ef þú vilt, þá get ég skotist með þá til mín. Bjallaðu bara ef þú vilt fá þá.

jújú hehehehe það passar ég mætti eftir eitt gott tjútt á Brodway með hælana í töskunni þegar ég kom heim. Ragga var sko ekki til í að hjálpa mér né bíða eftir mér:) hehehehehehehe
En ég hætti sko ekki að dansa þó það gerðist, var bara með naglana í hælunum. Segiri það ekki annsi mikið hvað maður er til að leggja á sig svo maður geti tjúttast áfram þó ég hafi verið eins og önd í hreyfingum !!!! :D hahahaha

En heyrðu Þorbjörg ætlar Sölvi að koma á fimmtudag með þér? Og ætlar hann ekki að koma til Hildar þó hann þurfi að fara aðeins fyrr að sofa?? Svo obbóslega langt síðan við höfum séð kallin læf en ekki á skjánum ;)

 
At 10:48 AM, May 16, 2006, Anonymous Anonymous said...

Sölvi kallinn mætir hressastur á fimmarann en sér til með laugarann..!! mr. ósýnilegur er sjálfur farinn að tala um hve langt það síðan hann sá í trínið á ykkur! híhíhí..

mér finnst orðin tríni og smetti æðislega flott..

ÞINGAN

 
At 12:05 PM, May 16, 2006, Anonymous Anonymous said...

HAHAH já ég man sko eftir því þegar hælarnir fóru undan skónum, við vorum á klóinu blindfullar og Sonja spurði mig hvort ég gæti aðeins beðið vegna þess að hællinn hafi farið undan öðrum skónum, ég var sko ekki til í það og stunsaði út, sonja kom svo stuttu seinna og við ákváðum að fara á efri hæðina og þegar við vorum að fara upp tröppurnar bað Sonja mig að bíða aðeins aftur vegna þess að hinn hællinn hafi líka dottið undan HAHAHAHA mig minnir að ég hafi heldur ekki beðið þá og sagt henni að setja þá bara í veskið sem og hún gerði og þar með var það mál afgreitt og við héldum áfram að dansa HAHAHAH !!!! söss þetta var svo fyndið. En ég er marg oft búin að biðjast afsökunar á því hvað ég var leiðinleg við Sonju en ég geri það einu sinni enn núna, fyrirgefðu Sonja mín :/

úff já vonandi verður munnurinn oðinn a.m.k. bara tvöfaldur þegar þú vaknar aftur Hildur mín, ég sendi þér góða strauma...

jú Þorbjörg þig minnir rétt, hún var svört og hvít svona hundur... hún var búin að vera á rúminu mínu frá 1994 !!!!!

p.s. það styttist í fyrsta bjórinn ;-)
Redcý

 
At 12:45 PM, May 16, 2006, Anonymous Anonymous said...

Ég er vöknuð, bólgan farin og þetta lítur mjög vel út!

 
At 3:22 PM, May 16, 2006, Anonymous Anonymous said...

Frábært að Sölvinn mætir á fimmtudag :)
Ragga mín ég er löngu búnað fyrirgefa þér þetta ;) hehehe þetta er bara svo óstjórnlega fyndið!!!
En æðislegt að þér líður betur Hildur mín og bólgan búnað minnka.

En heyriði skvís haldiði að ég hafi ekki bara náð kallinum eftir vinnu í dag að versla grill svo nú er sko aldeilis hægt að setja e-ð gott á grillið á fimmtudag ;)
Á bara eftir að kaupa gaskútinn og grillsett....kannski betra að gera það ;) ohh ég hlakka sko til að byrja að nota það !!! vííííí

Jæja ég held ég fari að koma mér í rúmið svo ég hætti að klóra mér því við skelltum okkur í ljós svo maður verði sko sætur á laugardagskvöld;) og við komum bæði út eins og tómatar :/ og erum viðþolslaus af kláða!!
Góða nótt skvísur

 
At 5:28 PM, May 16, 2006, Anonymous Anonymous said...

já maður getur endalaust hlegið af hælasögunni.. ég var þó fjarri góðu gamni þegar Ragga strunsaði eitthvað - man allavega ekki eftir því!

já hildur .. þú ert greinilega með góðan gróanda! bólgan farin.. það er ótrúlegt en æðislegt!

Er þá ekki bara málið að skella einhverju á grillið finnst það er komið í hús? við erum allavega til .. :o)

 
At 4:13 AM, May 17, 2006, Anonymous Anonymous said...

já hælasagan er góð first við getum hlegið að henni enn þann dag í dag :-)

frábært Hildur að bólgan sé farin :-D

ég er til í að koma með eitthvað gott á grillið, en klukkan hvað byrjar júróiði og hvenær eigum við að mæta ???

Ragga

 
At 5:15 AM, May 17, 2006, Anonymous Anonymous said...

Sko júróið byrjar 7 en ég verð komin heim um 5 svo þið megið bara koma þegar þið viljið.

 
At 6:32 AM, May 17, 2006, Anonymous Anonymous said...

ohh byrjar það svona snemma :/ ég kem þá bara með eitthva tilbúið fyrir mig því get ekki mætt fyrr en rétt fyrir 7 vegna þess að það er að sjálfsögðu sundæfing!!!

 
At 7:19 AM, May 17, 2006, Anonymous Anonymous said...

ég get líka bara keypt kjöt fyrir þig og verið búnað grilla það ef þú vilt?? það er ekkert mál sko.

 
At 7:37 AM, May 17, 2006, Anonymous Anonymous said...

Ég var að senda ykkur öllum mail.

Við mætum til ykkar S&S um kl.18 á morgun :o)

 
At 10:16 AM, May 17, 2006, Anonymous Anonymous said...

já við mætum á sama tíma.. vei vei vei.. en Ragga mín.. það er nú lítið mál að krækja í kjeeeet fyrir þig og smella því á grillið mín kæra!

Hildur borðar kannski bara Royal súkkulaðibúðing svo himnan haldist .. jú nó.. gróandinn er í gangi ;o)

Hlökkum til að hitta ykkur´snúllur og snúllar!

 
At 6:06 AM, May 18, 2006, Anonymous Anonymous said...

Hæ stelpur....þið þurfið ekki að kaupa í salat ég er búnað gera það. Og ég verð líka með gos og light kók :)
Hlakka ógeðslega mikið til að sjá ykkur! ;)
Heyður já Ragga ég keypti ekkert kjöt fyrir þig því ég var ekkert búnað heyra hvað þú vildir gera.

 

Post a Comment

<< Home