Hafnargellurnar

Wednesday, May 03, 2006

Ég elska þig Palli Rós ...

Úff ég var að kaupa mér nýja diskinn með JET BLACK JOE og vááááááá hvað hann er góður... ég held varla vatni yfir honum :) Af hverju er þessi maður ekki orðinn heimsfrægur fyrir löngu? tja ég bara spyr ... en það fyndna við þetta allt saman er að þegar ég fell svona fyrir einhverjum disk, sem gerist nokkuð oft, þá spila ég hann hátt og aftur og aftur og aftur. Nóg með það, nema hvað að þegar ég var að spila diskinn mjög hátt í gær hækkaði ég allt í botn því ég hélt sko að ég væri ein heima og söng hátt og snjallt með hehe! Eftir smá stund ákvað ég svo að fara fram og fá mér eitthvað að drekka, það tekur sko á að þenja raddböndin, og um það bil þegar ég opna dyrnar á grafhýsinu mínu (herbergið mitt) heyri ég son hennar Hrafnhildar kalla á hana "mamma á ég að trúa því að þú þurfir að búa við þetta!" ÚBS! ég sver það að hjarta mitt hætti að slá má stund! og þá heyrði ég Hrafnhildi svara "nei nei þetta stendur ekki lengi yfir" Ég stökk eins og ég átti lífið að leysa aftur inn í grafhýsið mitt, skellti í lás og setti á mig headfónana mína og ákvað bara að fá mér vatn úr krananum inn á baði :) ... mikið öfunda ég ykkur allar að vera komnar með ykkar eigin íbúð :(
kv. Ragga

6 Comments:

At 9:51 AM, May 03, 2006, Anonymous Anonymous said...

Ég er sko á leiðinni út í búð núna að kaupa hann. Ætlaði að gera það á ma´nudaginn en þá voru bara allar búðirnar lokaðar. Get ekki beðið eftir að skella honum í spilarann!!! og þá verður sko HÆKKAÐ Í BOTN!!!!!

 
At 12:19 PM, May 03, 2006, Anonymous Anonymous said...

Það er mun ódýrara að kaupa hann í gegnum tónlist.is ég keypti öll lögin þar á ca 1000kr svo setti ég þau bara í tölvuna og brenndi þau á disk... svona er maður sniðugur að spara ;)

 
At 12:38 PM, May 03, 2006, Anonymous Anonymous said...

hehehe.. Ragga mín.. var það ekki ramstein seinast, eða hvað var það.. eitthvað massað sem þú varst að hlusta á svona til að taka þér brake frá prófalstri, og sonurinn kom!! :o) en já ég er sammála þér með Palla, ég held því fram að hann sé besti karlsöngvari á Íslandi þó víðar væri leitað!! hann er snillingur..

kv frá Ingu..
(ég er að sjá í lokin á lokóinu) vei vei vei)

p.s syngdu bara hærra næst..

 
At 1:21 PM, May 03, 2006, Anonymous Anonymous said...

mohohohohohohohohohohohohoh ég hlæ og hlæ... gaman að vera svona hrikalega heppinn alltaf!! :/

 
At 4:00 AM, May 04, 2006, Anonymous Anonymous said...

já það er merkilegt hvað maður getur verið heppinn!! jú það er satt hjá þér Þorbjörg, síðast var það Ramstein en þá var ég ekki að syngja svona með :/ en ég er búin að læra af þessu, alltaf að tjékka fyrst hvort ég sé ekki örugglega ein heima hehehe

og já stattu þig í að klára ritgerðina góðu :)

 
At 1:49 PM, May 04, 2006, Anonymous Anonymous said...

VÁ VÁ VÁ!!!!!!!! ROSALEGA er Jet black joe diskurinn góður!!! Það fer bara hrollur um mann meðan maður hlusar á hann og já eins og þú segir Ragga þá heldur maður bara ekki vatni yfir honum!!!
Hvenær ætli séu næstu tónleikar með þeim??? ég verð sko fyrst til að kaupa miða. Ég keypti mér hann í dag og hann er sko spilaður MJÖG hátt....opnaði meira segja út á svalir svo nágrannarnir gætu notið hans með mér ;D
En annars ætlaði ég nú bara að segja ykkur görlís að við förum norður snemma í fyrramálið og komum ekki fyrr en á sunnudag. Erum að fara í kistulagningu og jarðaför á Akureyri og Raufarhöfn.....jább annsi mikið ferðalag fyrir höndum sko ;/ Vona að þið munið geta gert e-ð án mín :( hehehehehe

 

Post a Comment

<< Home