Hafnargellurnar

Wednesday, May 10, 2006

Nú er komið að mér....;D

Hæ skvísur mínar!!
Ég held barasta að það sé komin tími á mig á skrifa e-ð hérna inn. Það er svo sum ekkert svakalega mikið í fréttum á mínum bæ. Mér finnst bara alveg svakalega langt síðan ég sá og heyrði í ykkur :(
Það sem er allavegana á næstunni hjá mér eru tónleikar sem ég ætla með mömmu og pabba á þann 23.maí Ian Anderson( geriða bara fyrir pabba kallinn að mæta enda lét ég hann splæsa á mig) :D svo eru það Bubba tónleikarnir 6. júní....get nú varla beðið eftir þeim!!!! Ætlið þið stelpur??'
Svo fer náttla að stittast í Rimini 21.núní :D jibbí
Ég var svo að fá það staðfest að ég fer til NY 13 - 18 .sept.......Það er búið að kaupa miðana og alles! hmmmmm vona nú að elsku kortið verði búið að jafna sig á þessum hitaköstum sem það fær stundum;)

Jú heyriði það er svo eitt sem ég á eftir að segja ykkur (eða hvað??)....ég ætla að skella mér í köldskóla í vetur því ég var að komast að því núna að ég þarf að vera búin með minnst 40 einingar áður en ég fer í snyrtiskólann, ég er reyndar búin með eitthvað af þessu en djöfull var ég fúl þegar ég fattaði að ég gæti sko verið búin með þetta seinustu 3 vetur í kvöldskóla!!! jæja það þýðir ekki að pirra sig á þessu. Það kom bara greinilega í ljós þarna að maður á alltaf að lesa SMÁ LETRIÐ!!!! :/
Svo mun leið okkar skötuhjúanna liggja í Betra bak næstu daga þar sem við ætlum að fjárfesta í einu stikki nýju og almennilegu rúmi og einn yndislegur styrktaraðila ætlar að hjálpa okkkur við afborgun af því!;) hmmm hvar ætli það sé??? ;D
Honum fannst allavegana nóg komið af bakverkjum vegna hóla og hæða rúmsins.
Jæja görlís vonandi gegnur ykkur rosalega vel í prófunum og lokaverkefnum og ég hlakka alveg svakalega til að sjá ykkur í júróhittingnum 18.maí á Þórðarsveignum. Það er bara ein spurning...hvað eigum við að borða??? eigum við að elda e-ð eða panta?? Ég er að reyna að pína kallinn að kaupa grill svo kannski gætum við skellt einhverju á grillið??
Bestustu kveðjur
Sonja

7 Comments:

At 12:14 PM, May 10, 2006, Anonymous Anonymous said...

Hæ skvís.. Gott hjá þér að drífa þig í kvöldskólann, er ekki tekið gilt það sem þú tókst í MS, þú ert jú með stúdentspróf? hmmm..

sjáumst allavega þann 18. ef ekki fyrr.. við þurfum að senda góða strauma til hennar Hildar svo hún verði hress, á að moka útúr henni jöxlunum..
Hildur mín; "bíttu bara á jaxlinn og þá verðuru orðin góð fyrir euróið"

knus og kram

Inga ykkar

 
At 4:22 AM, May 11, 2006, Anonymous Anonymous said...

vá það er greinilega nóg um að vera hjá þér Sonja mín, ekki leiðinlegt það :)

já gott hjá þér SOnja að drífa þig í kvöldskóla en ég segi eins og Þorbjörg, gildir stúdentsprófið ekkert?

Ég er BÚIN Í PRÓFUM :D vei vei vei þannig að núna er ég bara í afslöppun :D

já ég sendi Hildi góða strauma, gangi þér vel í jaxlatökunni

sjáumst hressar á fimmtudaginn

Ragga

 
At 8:11 AM, May 11, 2006, Anonymous Anonymous said...

Sælar elskurnar!

Ragga til hamingju með próflokin, frábært alveg hreint.

Sonja, að verður ábyggilega fínt að byrja á því að fara í kvöldskólann.. svona til að venja sig við skólamenninguna og lærdóminn ;o)

Nú á ég eitt próf eftir, á morgun. Við Brynjar vorum að koma úr sveitaferð með leikskólanum og sáum pínku ponsu litla kettlinga, hvolpa, kálfa, kiðlinga, lömb, unga o.fl. Einnig voru hestar, kýr, ær og geitur. Frábær ferð í alla staði og ég tók fullt af video- og ljósmyndum.

Ég get ekki beðið eftir að hitta ykkur þann 18. Ég er að fara í smá prófloka-partý annaðkvöld og Tómas kemur til okkar um helgina.

p.s. við förum út eftir 19 daga! JIBBÍ.

Love u girls. Kv.Hills.

 
At 2:49 PM, May 11, 2006, Anonymous Anonymous said...

hæ aftur.. til hammarra með próflokin Ragga mín og nú er aðeins eitt próf eftir hjá þér Hildur og þá er þetta búið í bili ;o) vúhúúú..

ohh.. mig er búið að langa í sveitina síðan sólin lét á sér bera.. ég er eins og beljurnar á vorin!! Langar bara að hlaupa uppí sveit.. hehe..

.. góða skemmtun í próflokapartýinu á morgun Hilla mín, um að gera að fríka út bara ;O) spurning um að syngja Lax lax lax .. thíhíhí..

hlakka til að koma til´þín þann 18. sonja..

Ings

 
At 2:28 AM, May 12, 2006, Anonymous Anonymous said...

Hæ lingar....Ragga til hamingju að vera búin með prófin!! :D
Gangi þér rosalega vel ´i jaxlatökunni Hildur mín, ég öfunda þig ekki :/
En jú ég get nýtt mér e-ð í skólanum úr ms, en ég veit ekki hversu mikið, á eftir að kanna það.
Ég var einmitt í sveitinni seinustu helgi með beljunum og öllu því....jakk djöf fíla!!!
Ég er sko pjúra borgarbarn, enda fékk ég svo mikið ofnæmiskast að ég er ennþá að drepast með bullandi nefrennsli og lekanda úr augum :/
Jæja görlís hafið það obbóslega gott um helgina og ´ge heyri nú kannski í ykkur
Tjá tjá

 
At 8:53 AM, May 12, 2006, Blogger Addi said...

Þú þarft að koma heim í Steinadal, Sonja, og borða súr júgur og siginn rauðmaga með okkur pabba. :o)

 
At 10:43 AM, May 12, 2006, Anonymous Anonymous said...

hehehe... en má ég koma með :o)

 

Post a Comment

<< Home