Hafnargellurnar

Thursday, August 31, 2006

Minns er að fara til köben :)

Sælar dömur, erum við allveg orðnar steindauðar hérna inni eða hvað?? ... hvað er svo að frétta af ykkur, er þorbjörg komin heim? hvernig er að vera sest aftur á skólabekk Sonja? og var ekki gaman í staðlotunni Hildur? og hvenær getum við svo allar hisst saman?
En P.S. ég er búin að panta mér far til kóngsins köbenhavn 1. - 4. mars :D vei! vei! vei!
Látið svo heyra í ykkur
kv. Ragga

2 Comments:

At 2:56 AM, September 01, 2006, Anonymous Anonymous said...

hæ hæ hæ elsku snúllurassarnir mínir. Ingaló er komin heim í heiðardalinn, þetta er hörð lending þar sem vinnuhelgi dauðans tekur við hjá okkur hjúum og allur nærbuxnaþvottur og frágangur þarf helst að vera settur á hóld. Annars er ég farin að sakna ykkar svo ótrúlega mikið.!!! vildi óska þess að við værum allar að fara saman til kongsins núna í haust eins og í ´fyrra en við gerum eitthvað annað í staðinn. Ef hildur okkar er eitthvað væntanleg á næstunni þá skulum við hafa þvílíkt dekurkvöld. Fara út að borða, fá okkur í litlu tá (nú eða stóru) og fá Adda og Árdísi til að spila Eyvind fjalla fyrir okkur!!! mig þyrstir í eitthvað með ykkur elskurnar. ég er laus næstu helgi, hvernig er hjá ykkur????

 
At 6:20 AM, September 01, 2006, Anonymous Anonymous said...

Flott að heyra að þið séuð komin heil á höldnu heim :) já úff ég get trúað því að sé erfitt að demba sér beint í vinnuhelgi eftir svona ferðalag, færð mína samúð :) - já Hildur verður endilega að láta okkur vita hvenær hún er næst væntanleg svo við getum tekið helgi frá nú eða við hinar skipulagt helgi í heimsókn á hólmó ;) - ahh ég verð á þjálfararáðstefnu næstu helgi 9. - 10. sept.

kv. Ragga

 

Post a Comment

<< Home