Hafnargellurnar

Wednesday, September 06, 2006

HÆHÆ skvísur mínar!

Mikið er rosalega langt síðan að ég hef skrifað hérna, ár og dagar.
En af mér er bara fínt að frétta þessa dagana. Lífið að komast á rétt ról loksins eftir þessa geðveiki í vinnunni. Erum búnað vera obboslega dugleg að setja upp gardínur í stofunni og svefnherberginu, reyndi sko mikið á að fara með kallinum að velja þetta, þar sem við getum ALDREI verið sammála hvað sé flott, og ég mjög lengi að taka ákvarðanir hvað ég vilji, en á endanum fékk frekjan ég að ráða! :)

Og núna er ég bara komin á fullt í kvölskólanum, heilbrigðisfræði og líffæra og lífeðslifræði, seinna fagið hljómar eins óspennandi og það er!! úfffff það gjörsamlega síður í grautarhausnum eftir þessa tíma. Er nú ekki alveg komin í læri gírinn ennþá en ætla að vera roslega dugleg núna um helgina. En þetta er mjög skrítin tilfinning að vera komin aftur í skóla og sitja í tímunum og þurfa að læra! Það er einmitt ein með mér í tíma sem var með mér í Gaggó Mos og ég fæ alveg svona gegljugaggó fílinginn í mig þegar við sitjum saman í tímum;) voða gaman.

Annars er nú bara vika núna í New York ferðina og ég er orðin annsi spennt , hugsa að ég taki bara stærri tösku með mér núna en í fyrra svo ég þurfi ekki að kaupa auka tösku eins og þá. Því greiið Snorri er orðin annsi kvíðin því að þurfa að borða bara hrísgrjónagraut framm að jólum, svona miða við fyrri reynslu hehehehehe greiið!! ;) (það lítur líka betur út ef allt kemst fyrir í eina tösku) ;) ;) hann er alltaf að spurja: "ætlaru nokkuð að kaupa eins mikið og í fyrra".....greiið kallinn minn.

Líka þar sem ég stoppa nú sutt heima þar sem næsta ferð er 25. sept til Krítar svo ég rétt næ að þvo ÖLL nýju fötin og pakka þeim síðan aftur í töskuna. Já við bara hættum við Tyrkland því við þorðum ekki að taka sénsin að láta bomba okkur öll. Vorum nú orðin annsi mikið spennt að sjá Halim Al ( sérstaklega Mamma :) ) og co.

En svo er það stelpuhittingurinn hjá mér 14.okt, er nú ekki búnað ná að láta ykkur vita Þorbjörg og Hildur en það er sem sagt skildumæting;) svo ég vona svo innilega að þú komir í bæinn Hildur mín til að hitta okkur allar.

En jæja skvísur ætla ekki að hafa þetta meira í bili en verð nú að deila því með ykkur að ég lét ljósa hárið fjúka og er komin með ROKK klippingu eða pönnkara klippingu eins og hún móðir mín kallar hana, sem er blönduð af brúndökkfjólubláum lit og gráljósum litum.....mjög töff!!!! :)

Rokkarakveðja Sonja

10 Comments:

At 10:34 AM, September 06, 2006, Anonymous Anonymous said...

Ohhh enn frábært að heyra frá þér Sonja mín! Takk fyrir afmæliskveðjuna í gær. Ég mæti auðvitað til þínn þann 14. október - ekki spurning! Hlakka mikið til. Ég heimta nú myndir: í fyrsta lagi af þér með nýja hárið, rokkaragreiðsluna!! Í öðru lagi af nýju gluggatjöldunum þínum :o) Sakna ykkar mega súper rosa mikið og vona að þið hafið það sem allra allra best :* Þúsund kossar Hildur.

 
At 10:36 AM, September 06, 2006, Anonymous Anonymous said...

Ég er sko að kenna 2. bekk fyrir hádegi og vinn í lyfsölunni eftir hádegi alla þessa viku... hef ekki tíma fyrir nám, síma, vini, blogg ekki eitt né neitt. Hugsa samt alltaf til ykkar rúsínur. Vá hvað ég hlakka til þann 16. október, það er bara eiginlega alltof langt í það :/

Munið að það eru alltaf nýjar myndir á myndasíðunni minni!!

 
At 10:41 AM, September 06, 2006, Anonymous Anonymous said...

já eða kannski bara 14. október - ein rugluð!... það er nú styttra í það. :Þ

 
At 12:58 PM, September 06, 2006, Anonymous Anonymous said...

Æj en gaman að heyra frá þér Hildur mín. Já ég sakna þín alveg obboslega mikið. Frábært að þú skulir ætla að koma 14. okt!! ;) þú getur meira að segja gist hjá mér ef þú vilt eða þið tvo ef Addi vill koma með og þá geta hann og Snorri gert e-ð skemmtó??!
Hvernig gengur kennslan?
ohh skil þig svo vel að hafa ekki tíma fyrir eitt né neitt....ný búin með það skeið ;) hehehe
Hlakka ógeðslega mikið til að sjá þig í okt og ég lofa að setja inn myndir í myndaalbúmið af rokkgreiðslunni og gardínunum (þegar ég er búnað strauja þær!)
Kús og knoss frá okkur báðum til ykkar beggja :*

 
At 6:35 AM, September 07, 2006, Anonymous Anonymous said...

.. ég var að reyna að hringja í þig fyrir stuttu en enginn svaraði :( ég reyni aftur um helgina!! verðum að spjalla aðeins um lífið og tilveruna.. og svo þarf ég að óska honum Brynjari til hamingju með afmælið! :o)

Eigum við ekki Sonja og Ragga að reyna að hittast eitthvað í vikunni, þó ekki nema kaffihús eitt kveldið. hvað segiði um fimmtudkvöld e. viku??

 
At 11:37 AM, September 07, 2006, Anonymous Anonymous said...

Ég tek undir með ykkur hvað það er nú gaman að heyra frá ykkur loksins :D Það mætti halda að við værum allar forsetisráðherrar eða thj! forsetar því það er alltaf svo mikið að gera hjá okkur :/ ...en já Sonja þú verður að seta inn mynd af þér þvi ég er að deyja úr spenningi yfir hárgreiðslunni ...og jújú yfir gardínunum líka hehe svo er bara að bjalla í mig eða Þorbjörgu ef þið vantar eitthvað í sambandi við lífeðlisfræðina, mér fannst hún einmitt svo skemmtileg og þetta er án gríns, fékk meira að segja 9,5 á lokaprófinu :)... en já kaffihúsahittingur, ahh ég er bókuð fimmtudag e. viku, skólinn minn er að halda þríþrautarkeppni svona í fjáröflunarskyni fyrir útskriftarferð svo ég verð nú að sína lit og taka þátt ... en heyrumst vonandi sem fyrst :)

 
At 12:47 PM, September 07, 2006, Anonymous Anonymous said...

Heyrðu Ragga og þið Addi var hljóðmaður fyrir Megas og Súkkat = Megasukk um helgina í Bjarnafirði á Ströndum (þar sem við fórum í sundið munið þið) og þar hitti hann Evu! Já hún Eva er ekki að hika við hlutina heldur dreif sig alla leið með mömmu sinni :o) Viltu samt skila því til hennar að næst þegar hún kemur á Strandir eigi hún að kíkja til mín í kaffi!! :Þ

 
At 1:28 AM, September 08, 2006, Anonymous Anonymous said...

hæhæ skvísur.....varstu að reyna að hringja í mig Þorbjörg því ég hef ekki séð neitt missed gall frá þér? En ef ekki hringdu samt í mig um helgina, langar svo að heyra í þér!! En sorry ég verð komin til New York eftir hádegi á miðvikudag svo það verður dolítið erfitt og langt fyrir mig að komast;) en ég er sko alveg til eftir að ég kem heim (18.sept) að hittast yfir bolla á húsi:)
En vá ég er sko til að fá allt lánað fyrir líffærafræðina hjá ykkur.....úffffffff grautarhaus dauðans þetta fag!!!! Ekki alveg viss um að ég ná þeirri einkunn Ragga mín en geri mitt besta þar sem þetta er ekki alveg mín sterkasta hlið þetta fag frumur og kjarnar og e-ð sollis!!! ;/
Já fer að skella inn mynd af mér.....en kannski ekki alveg gardínunum, verðið bara að koma sjá þær ;) hehehe

 
At 5:15 AM, September 08, 2006, Anonymous Anonymous said...

hehe.. nei ég var að reyna að hringja í hana 'Hildi, nenni ekkert að tala við þig.. djóóóóóóók.. mig langar nú bara að kíkja í kaffi til þín sonja mín við tækifæri og sjá smettið á þér, greiðsluna og gardínurnar.. svo er líka opið hús hjá mér ef þið eruð á ferðinni í laugardalnum! :)

 
At 7:20 AM, September 08, 2006, Anonymous Anonymous said...

já Hildur ég sagði við hana að hún yrði nú að skella á ykkur kveðju fyrst hún væri nú á staðnum en hún var eitthvað feimin :) hún var á einhverju galdraþingi eða eitthvað svoleiðis...

 

Post a Comment

<< Home