Hafnargellurnar

Monday, October 02, 2006

Út að borða í höfuðborginni


Sælar stelpur mínar,

nú fer að líða að því að ég komi í höfuðborgina. Hvernig líst ykkur á að fara út að borða á mánudagskvöldið 9. október n.k?

Hverjar komast? Hvert viljið þið fara?

Kveðja - Hildur.

10 Comments:

At 8:11 AM, October 02, 2006, Anonymous Anonymous said...

já Ítalía er eiginlega okkar staður, er það ekki? :)

Ég hlakka mikið til að hitta ykkur, við verðum að hafa mikinn tíma í spjall og allt hitt!

 
At 1:58 PM, October 02, 2006, Anonymous Anonymous said...

ég hef allan tíman í heiminum.. ohhh.. er alveg farin að hlakka mikið til :)

koma svo sonja og Ragga. ekki vera busy, ég er nefninlega að vinna þri og mid kvöld í næstu viku svo þetta hentar mér voða vel sko ;)

 
At 1:51 PM, October 03, 2006, Anonymous Anonymous said...

Hæ skvísur :) ... úff já þið segið nokkuð, út að borða ... ég hef náttla ekki tíma en þetta er mjög freistandi boð og eiginlega þannig að því er ekki hægt að neita... það er smuga að ég geti komið ef ég gef krökkunum mínum frí á æfingu vegna þess að þau voru að keppa um helgina, og ég læri fram eftir um helgina til að klára fyrirlestur fyrir þriðjudaginn og að ég fari bara í "kaffi" til Kidda bróðurs á sunnudeginum vegna þess að hann á afmæli á mánudaginn 9. okt... humm jú jú það er allt hægt, ég stefni að því að redda málunum og koma með ykkur :D

Mér líst vel á ítalíu

kv. Ragga

 
At 3:41 PM, October 03, 2006, Anonymous Anonymous said...

Frábært! Hvað með New York og Krítarfarann okkar? Ertu komin heim Sonja mín? :*

 
At 1:14 AM, October 04, 2006, Anonymous Anonymous said...

hæ eskurnar!!!! já ég er komin heim:) Mér líst svakalega vel á hitting!! LOKSINS!! ég er búin í skólanum 7:20 þá get ég komið beint, er það ekki í lagi sá tími svona um hálf 8??? líst líka vel á Italíu;D

 
At 3:31 AM, October 04, 2006, Anonymous Anonymous said...

Gott að heyra í þér Sonja mín og velkomin heim! Hálf átta hentar mér vel. Við gætum þá pantað okkur borð á Italíu og við hinar verið komnar um 19.15 til að hita upp sætin :o) Munið svo að leggja í lögleg bílastæði og gefa ykkur tíma í það - hehe. Við Þorbjörg búum nú LOKSINS í samliggjandi götum í laugardalnum þannig að það er spurning um hvort að við verðum ekki bara samferða?

 
At 3:58 AM, October 04, 2006, Anonymous Anonymous said...

komdu til mín hildur mín og við verðum samferða á nýja fína bílnum ;o) rosalega líst mér vel á þetta.. við hitum upp sætin fyrir þá sem verða seinir, pöntum bara tímanlega.

hlakka rosa til.
kv Ingaló :o)

 
At 4:52 AM, October 04, 2006, Anonymous Anonymous said...

æði gæði görlís!!! Svakalega hlakka ég til:) Já það er kannski betra að maður sé viss um að bílinn verði á sínum stað og miðalaus;) hehehe
Hlakka ógisslega til:)

 
At 2:34 PM, October 04, 2006, Anonymous Anonymous said...

humm missti ég af einhverju, fékk einhver leiðinlegan miða á bílinn sinn?

En velkomin heim Sonja, vá hvað þú munt hafa frá miklu að segja :D
p.s. hvað skulda ég þér mikið fyrir ilminn góða ? ;)

Heyrumst
Ragga

 
At 9:42 AM, October 05, 2006, Anonymous Anonymous said...

.. ég fékk fucking sekt á starlettuna mína þegar við hittumst á oliver hér í den;o) það var jú lagt ólöglega.. hehe

viljiði pæla stelpur.. við höfum ekki hist síðan á júróvísjón, í mai!!!! ekki satt?? .. tsss.. þvílíkir leikmenn hér á ferð.

 

Post a Comment

<< Home